Flestir ætluðu bara að vera í eitt ár Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. júní 2016 10:15 "Í fyrri hlutanum beiti ég hefðbundnu íslensku sjónarhorni, hvernig erlendur mannafli og erlendir straumar koma til Íslands og í síðari hlutanum er það Austurríkismaðurinn í mér sem er að skrifa,“ segir Óðinn um bók sína Með nótur í farteskinu. Vísir/Anton Brink Meginþorri þess erlenda tónlistarfólks sem kom hingað til Íslands á síðustu öld var ráðinn til að gegna hér störfum. Það var skipuleg aðgerð Íslendinga til að byggja upp tónlistarlíf að erlendri fyrirmynd og komast á svipað stig og umheimurinn, bæði í klassík og skemmtitónlist,“ segir Óðinn Melsted, sagnfræðingur, trompetleikari og leiðsögumaður, um efni bókar sinnar Með nótur í farteskinu. Hún er um þá útlendu tónlistarmenn sem settust hér að á árunum 1930 til 1960, alls um 100 manns, líka um stöku gestakomur. En hverjir höfðu forgöngu um að fá listafólkið til Íslands? „Tónlistarskólinn í Reykjavík var stofnaður 1930 og fyrstu þrír kennararnir voru erlendir. Á bak við skólann stóð Tónlistarfélagið í Reykjavík og þekktasta nafnið í tengslum við það er Ragnar í Smára. En sá sem trúlega réð mestu var Björn Jónsson verslunarmaður, hann var framkvæmdastjóri félagsins og Sinfóníuhljómsveitarinnar og fór utan að semja við kennara og hljómsveitarstjóra. Svo voru það skemmtistaðirnir í Reykjavík, til dæmis Hótel Ísland, Hótel Borg og fleiri sem réðu til sín bæði erlendar hljómsveitir og staka tónlistarmenn. Fæstir komu fyrir tilviljun.“Lærði íslensku sem krakki Óðinn er fæddur og uppalinn í Austurríki, á íslenskan föður og austurríska móður. Hann talar og skrifar hreina íslensku og kveðst hafa lært hana sem krakki. „Ég talaði íslensku við pabba og austurrísku við mömmu. Ákvað svo að fara í háskóla hér og lærði sagnfræði við Háskóla Íslands. Það skerpti á íslenskunni, sérstaklega ritmálinu.“ Hann tileinkar föður sínum, Eyjólfi Melsted, bókina og þakkar honum aðstoð við gerð hennar. Segir bókina eiga sér aðdraganda. „Ég hlaut austurrískt tónlistaruppeldi og spilaði í hljómsveitum hér á landi á háskólaárunum. Svo hef ég alltaf þekkt einn þeirra tónlistarmanna sem komu erlendis frá til Íslands, Pál Pampichler. Hann giftist ömmusystur minni hér en flutti til Austurríkis um það leyti sem ég fæddist og ég hef aldrei þekkt hann öðruvísi en onkel Pauli í Graz. Hann titlar sig enn þá íslenskt tónskáld og er álíka skrítin blanda af Íslendingi og Austurríkismanni og ég.Nálgast efnið frá tveimur hliðum Óðinn viðaði að sér fróðleik í bókina víða. Leitaði í gögnum Útlendingastofnunar, las blöð og endurminningabækur og tók viðtöl við þá aðfluttu tónlistarmenn sem enn eru á lífi og ættingja þeirra. En hvernig heldur hann að þessu fólki hafi liðið hér? „Almennt reyni ég að nálgast það sjónarmið frá tveimur hliðum. Í fyrri hlutanum beiti ég hefðbundnu íslensku sjónarhorni, hvernig erlendur mannafli og erlendir straumar koma til Íslands og í síðari hlutanum er það Austurríkismaðurinn í mér sem er að skrifa, þá beiti ég upplifun tónlistarfólksins. Flest fólkið var ungt að árum og Íslandsferð var ævintýri í augum þess. Yfirleitt var það með samning í höndum svo það fór ekki út í hreina óvissu en vissi þó lítið um Ísland. Flestir ætluðu bara að starfa hér í eitt ár en ílengdust. Mörgum líkaði einfaldlega vel og buðust ótal tækifæri. Þeim leist kannski ekki alltof vel á tónlistarlífið í byrjun, Reykjavík var ólík stórborgum erlendis en þeir sáu hæfileikana í fólki hér.“ Óðinn telur almennt vel hafa verið tekið á móti listafólkinu. Samt hafi orðið vart andstreymis frá Félagi íslenskra tónlistarmanna sem stóð vörð um kaup og kjör og andmælti því að verið væri að ráða erlent fólk til starfa. Það hafi þó ekki beinst persónulega að neinum. „Margir Íslendingar sóttust eftir að komast í sveitir hjá erlendum hljómsveitarstjórum bara til að læra af þeim,“ segir hann. Sumt af því listafólki sem Óðinn skrifar um fann ástina á Íslandi. „Af öllum sem fluttu búferlum hingað ílengdist um það bil helmingur lengur en þrjú ár, sumir voru í áratug og aðrir það sem eftir lifði ævinnar og eiga töluverðan hóp afkomenda,“ upplýsir hann. „Það er heilmikið fyrir grúskara í bókinni, æviágrip, tónlistarsaga og fróðleikur um fólk.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. júní 2016. Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Meginþorri þess erlenda tónlistarfólks sem kom hingað til Íslands á síðustu öld var ráðinn til að gegna hér störfum. Það var skipuleg aðgerð Íslendinga til að byggja upp tónlistarlíf að erlendri fyrirmynd og komast á svipað stig og umheimurinn, bæði í klassík og skemmtitónlist,“ segir Óðinn Melsted, sagnfræðingur, trompetleikari og leiðsögumaður, um efni bókar sinnar Með nótur í farteskinu. Hún er um þá útlendu tónlistarmenn sem settust hér að á árunum 1930 til 1960, alls um 100 manns, líka um stöku gestakomur. En hverjir höfðu forgöngu um að fá listafólkið til Íslands? „Tónlistarskólinn í Reykjavík var stofnaður 1930 og fyrstu þrír kennararnir voru erlendir. Á bak við skólann stóð Tónlistarfélagið í Reykjavík og þekktasta nafnið í tengslum við það er Ragnar í Smára. En sá sem trúlega réð mestu var Björn Jónsson verslunarmaður, hann var framkvæmdastjóri félagsins og Sinfóníuhljómsveitarinnar og fór utan að semja við kennara og hljómsveitarstjóra. Svo voru það skemmtistaðirnir í Reykjavík, til dæmis Hótel Ísland, Hótel Borg og fleiri sem réðu til sín bæði erlendar hljómsveitir og staka tónlistarmenn. Fæstir komu fyrir tilviljun.“Lærði íslensku sem krakki Óðinn er fæddur og uppalinn í Austurríki, á íslenskan föður og austurríska móður. Hann talar og skrifar hreina íslensku og kveðst hafa lært hana sem krakki. „Ég talaði íslensku við pabba og austurrísku við mömmu. Ákvað svo að fara í háskóla hér og lærði sagnfræði við Háskóla Íslands. Það skerpti á íslenskunni, sérstaklega ritmálinu.“ Hann tileinkar föður sínum, Eyjólfi Melsted, bókina og þakkar honum aðstoð við gerð hennar. Segir bókina eiga sér aðdraganda. „Ég hlaut austurrískt tónlistaruppeldi og spilaði í hljómsveitum hér á landi á háskólaárunum. Svo hef ég alltaf þekkt einn þeirra tónlistarmanna sem komu erlendis frá til Íslands, Pál Pampichler. Hann giftist ömmusystur minni hér en flutti til Austurríkis um það leyti sem ég fæddist og ég hef aldrei þekkt hann öðruvísi en onkel Pauli í Graz. Hann titlar sig enn þá íslenskt tónskáld og er álíka skrítin blanda af Íslendingi og Austurríkismanni og ég.Nálgast efnið frá tveimur hliðum Óðinn viðaði að sér fróðleik í bókina víða. Leitaði í gögnum Útlendingastofnunar, las blöð og endurminningabækur og tók viðtöl við þá aðfluttu tónlistarmenn sem enn eru á lífi og ættingja þeirra. En hvernig heldur hann að þessu fólki hafi liðið hér? „Almennt reyni ég að nálgast það sjónarmið frá tveimur hliðum. Í fyrri hlutanum beiti ég hefðbundnu íslensku sjónarhorni, hvernig erlendur mannafli og erlendir straumar koma til Íslands og í síðari hlutanum er það Austurríkismaðurinn í mér sem er að skrifa, þá beiti ég upplifun tónlistarfólksins. Flest fólkið var ungt að árum og Íslandsferð var ævintýri í augum þess. Yfirleitt var það með samning í höndum svo það fór ekki út í hreina óvissu en vissi þó lítið um Ísland. Flestir ætluðu bara að starfa hér í eitt ár en ílengdust. Mörgum líkaði einfaldlega vel og buðust ótal tækifæri. Þeim leist kannski ekki alltof vel á tónlistarlífið í byrjun, Reykjavík var ólík stórborgum erlendis en þeir sáu hæfileikana í fólki hér.“ Óðinn telur almennt vel hafa verið tekið á móti listafólkinu. Samt hafi orðið vart andstreymis frá Félagi íslenskra tónlistarmanna sem stóð vörð um kaup og kjör og andmælti því að verið væri að ráða erlent fólk til starfa. Það hafi þó ekki beinst persónulega að neinum. „Margir Íslendingar sóttust eftir að komast í sveitir hjá erlendum hljómsveitarstjórum bara til að læra af þeim,“ segir hann. Sumt af því listafólki sem Óðinn skrifar um fann ástina á Íslandi. „Af öllum sem fluttu búferlum hingað ílengdist um það bil helmingur lengur en þrjú ár, sumir voru í áratug og aðrir það sem eftir lifði ævinnar og eiga töluverðan hóp afkomenda,“ upplýsir hann. „Það er heilmikið fyrir grúskara í bókinni, æviágrip, tónlistarsaga og fróðleikur um fólk.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. júní 2016.
Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira