Enski boltinn

Þjóðverji samþykkir að ganga í raðir Arsenal

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mustafi er tilbúinn að fara til Englands.
Mustafi er tilbúinn að fara til Englands. vísir/getty
Shkodran Mustafi, varnarmaður Valencia, hefur samþykkt að ganga í raðir Arsenal, en liðin eiga eftir að kaupa ganga frá kaupverðinu.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, leitar nú logandi ljósi að miðverði eftir að miðverðirnir Per Mertesacker og Gabriel munu verða frá í lengri tíma.

Sky í Þýskalandi hefur það samkvæmt heimildum að Mustafi hafi samþykkt það að ganga í raðir Skyttana, þrátt fyrir að það sé ekkert samkomulag á milli félaganna tveggja.

Þessi 24 ára gamli þýski miðvörður er talinn kosta í kringum 30 milljónir punda, en hann æfir ennþá með Valencia. Arsenal mætir Liverpool á sunnudag í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar.

Calum Chambers, Rob Holding, Nacho Monreal og Mathieu Debuchy eru því einu miðverðirnir sem eru leikfærir, en flestir þeirra hafa meira spilað sem bakverðir undir stjóratíð Wenger.

Mustafi var á mála hjá Everton sem unglingur, en hefur einnig spilað hjá Sampdoria auk Valencia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×