Enski boltinn

Baston orðinn dýrasti leikmaður í sögu Swansea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Borja í leik með EIbar.
Borja í leik með EIbar. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea fengu góðan liðsstyrk í dag.

Þá keypti Swansea Borja Baston frá Atletico Madrid. Baston kostaði félagið 15,5 milljónir punda eða 2,4 milljarða króna. Það gerir leikmanninn að þeim dýrasta í sögu félagsins.

Baston er annar framherjinn sem Swansea fær í þessari viku en áður hafði félagið fengið Fernando Llorente frá Sevilla.

Baston er 23 ára gamall Spánverji. Hann hefur verið á lánssamningum frá Atletico síðustu fimm ár og hefur í raun aðeins spilað einn leik fyrir Atletico.

Hann hefur spilað unglingalandsleiki fyrir Spánverja en enga A-landsleiki. Hann skoraði 18 mörk í 36 leikjum með Eibar á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×