Hafnar ásökunum um skort á samráði Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, svaraði fyrir nýjan búvörusamning í sérstökum umræðum á Alþingi í gær. vísir/ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafnar algjörlega fullyrðingum um að samningar um 131 milljarðs greiðslur á tíu árum vegna búvörusamnings hafi verið samþykktir án samráðs. „Það hefur verið haft samráð við Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin, ASÍ, Viðskiptaráð, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og fleiri og fleiri aðila,“ sagði Sigurður Ingi í sérstökum umræðum um búvörusamningana á Alþingi í gær. Hann sagði að það hefði líka verið haft samráð við fulltrúa flokka á Alþingi vegna málsins. Þá rifjaði hann upp að sérstök umræða hafi farið fram í þinginu um fyrirhugaða búvörusamninga í haust, án þess að niðurstaða fengist. Sigurður Ingi nefndi líka, og vísaði í tölur OECD, að árið 1986 hefðu greiðslur til landbúnaðar numið 5 prósentum af landsframleiðslu en verið 1,1 prósent árið 2014. Þá er átt við beinan stuðning og tollvernd. Aðrir aðilar innan OECED fóru úr 2,8 prósentum í 0,8. Þetta þýði að Ísland sé að nálgast OECD-meðaltalið. Helgi Hjörvar var málshefjandi í umræðunni. Hann sagði að með endurnýjun búvörusamningsins hefði gefist færi á framförum í landbúnaði en það færi hefði verið illa nýtt. Þá gagnrýndi hann tímalengd samningsins og skort á samráði. „Það verður að gagnrýna það, virðulegur forseti, að hér séu ráðin tekin af Alþingi í lengri tíma og það verður ekki fyrr en eftir þrennar alþingiskosningar að hægt verði að gera breytingar í þessum efnum vegna þess að samningurinn bindur fjárheimildir þingsins í tíu ár.“ Alþingi Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafnar algjörlega fullyrðingum um að samningar um 131 milljarðs greiðslur á tíu árum vegna búvörusamnings hafi verið samþykktir án samráðs. „Það hefur verið haft samráð við Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin, ASÍ, Viðskiptaráð, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og fleiri og fleiri aðila,“ sagði Sigurður Ingi í sérstökum umræðum um búvörusamningana á Alþingi í gær. Hann sagði að það hefði líka verið haft samráð við fulltrúa flokka á Alþingi vegna málsins. Þá rifjaði hann upp að sérstök umræða hafi farið fram í þinginu um fyrirhugaða búvörusamninga í haust, án þess að niðurstaða fengist. Sigurður Ingi nefndi líka, og vísaði í tölur OECD, að árið 1986 hefðu greiðslur til landbúnaðar numið 5 prósentum af landsframleiðslu en verið 1,1 prósent árið 2014. Þá er átt við beinan stuðning og tollvernd. Aðrir aðilar innan OECED fóru úr 2,8 prósentum í 0,8. Þetta þýði að Ísland sé að nálgast OECD-meðaltalið. Helgi Hjörvar var málshefjandi í umræðunni. Hann sagði að með endurnýjun búvörusamningsins hefði gefist færi á framförum í landbúnaði en það færi hefði verið illa nýtt. Þá gagnrýndi hann tímalengd samningsins og skort á samráði. „Það verður að gagnrýna það, virðulegur forseti, að hér séu ráðin tekin af Alþingi í lengri tíma og það verður ekki fyrr en eftir þrennar alþingiskosningar að hægt verði að gera breytingar í þessum efnum vegna þess að samningurinn bindur fjárheimildir þingsins í tíu ár.“
Alþingi Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira