Burt með kirkjurnar? Skúli S. Ólafsson skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Í Fréttablaðinu síðastliðinn laugardag deildi Sif Sigmarsdóttir þeirri skoðun með lesendum að auka mætti lífsgæði fólks og nýta fjármagn betur með því að skipta prestum og kirkjum út fyrir ýmsa aðra starfsemi: „Út um allt land standa kirkjur sem reknar eru fyrir fé úr pyngjum skattgreiðenda.“ Og hún spyr hvort ekki mætti breyta þeim í félagsmiðstöðvar þar sem jógakennarar og bingóstjórar kæmu í stað presta, „og í staðinn fyrir þrúgandi þögn heyrðist þar tónlist, hlátur, skvaldur og slúður“. Í eðlilegum heimi hefði maður flissað í kampinn yfir svona löguðu en þegar kemur að umfjöllun um kirkju og kristni er við öllu að búast og yfirlýsingar sem þessar geta allt eins verið settar fram í fúlustu alvöru. Fyrst er þess að geta að kirkjur eru í eigu safnaðanna og ef hið opinbera tæki þær eignarnámi eins og hér er lagt til, yrði nú lítið eftir af eignarrétti fólks og félaga. Þá ætla ég ekki að telja upp framboð af skemmtilegheitum, hlátrasköllum og gleðigjöfum í kirkjum landsins, slík upptalning tæki engan enda. Ekki heldur nenni ég að fjasa yfir þeirri fásinnu að í safnaðarstarfi sem teygir sig út um allt byggt ból ríki þrúgandi þögn. Þúsundir kátra kirkjukórfélaga og æskulýðskrakka fara létt með að kveða slíkt í kútinn. Fyrir fáeinum árum varð ég vitni að því við messu í Sandgerði að presturinn bað þau sem aftast sátu eða stóðu að gæta sín á bílunum. Slíkur var fjöldinn að hluti messugesta var úti á bílastæðum þangað sem kraftmiklir tónar messunnar bárust!Hefur hlotið verðskuldað lof Engu að síður má nýta þetta tilefni til að benda á það verðskuldaða lof sem þjóðkirkjan hefur hlotið fyrir störf sín í þágu andlegrar vellíðunar, minnkandi streitu og geðheilbrigðis landsmanna. Slíkar raddir mættu fá að heyrast víðar. Á landsmóti æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar sem fram fór nú í vetur flutti ung kona, Marta Ferrer, ávarp og lýsti því hvernig þátttaka í kirkjulegu starfi ungs fólks nýttist henni er hún á unglingsárum háði baráttu við geðhvörf. Aðrir sem til þekkja, hafa svipaða sögu að segja. Í kjölfar náttúruhamfara á Vestfjörðum og Suðurlandi kom í ljós hversu mikill fengur var í prestunum sem þar þjónuðu. Eftir að áfallateymin höfðu lokið sínu starfi héldu prestarnir áfram samskiptum við fólkið, veittu sálgæslu og annan stuðning. Þá er ótalinn þáttur sjúkrahúspresta sem hafa margsannað gildi sitt innan heilbrigðisgeirans. Svanur Kristjánsson prófessor flutti nýverið ávarp á þingi Pírata um geðheilbrigðismál þar sem hann tíundaði helstu bakhjarla fólks sem glímir við geðræn vandamál og aðstandenda þess. Í því sambandi sagði hann: „Kirkjan mín, Neskirkja, hjálpaði mér til að rækta trú á almættið, kærleika og von.“ Þessi þáttur í starfi kirkjunnar er vanmetinn ásamt mörgu öðru. Í kirkjunni mætum við fólki á þess eigin forsendum og miðlum því skilyrðislausri umhyggju. Spyrja má hvort ekki sé frekar þörf á því að efla slíka þjónustu fremur en að kasta henni fyrir róða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu síðastliðinn laugardag deildi Sif Sigmarsdóttir þeirri skoðun með lesendum að auka mætti lífsgæði fólks og nýta fjármagn betur með því að skipta prestum og kirkjum út fyrir ýmsa aðra starfsemi: „Út um allt land standa kirkjur sem reknar eru fyrir fé úr pyngjum skattgreiðenda.“ Og hún spyr hvort ekki mætti breyta þeim í félagsmiðstöðvar þar sem jógakennarar og bingóstjórar kæmu í stað presta, „og í staðinn fyrir þrúgandi þögn heyrðist þar tónlist, hlátur, skvaldur og slúður“. Í eðlilegum heimi hefði maður flissað í kampinn yfir svona löguðu en þegar kemur að umfjöllun um kirkju og kristni er við öllu að búast og yfirlýsingar sem þessar geta allt eins verið settar fram í fúlustu alvöru. Fyrst er þess að geta að kirkjur eru í eigu safnaðanna og ef hið opinbera tæki þær eignarnámi eins og hér er lagt til, yrði nú lítið eftir af eignarrétti fólks og félaga. Þá ætla ég ekki að telja upp framboð af skemmtilegheitum, hlátrasköllum og gleðigjöfum í kirkjum landsins, slík upptalning tæki engan enda. Ekki heldur nenni ég að fjasa yfir þeirri fásinnu að í safnaðarstarfi sem teygir sig út um allt byggt ból ríki þrúgandi þögn. Þúsundir kátra kirkjukórfélaga og æskulýðskrakka fara létt með að kveða slíkt í kútinn. Fyrir fáeinum árum varð ég vitni að því við messu í Sandgerði að presturinn bað þau sem aftast sátu eða stóðu að gæta sín á bílunum. Slíkur var fjöldinn að hluti messugesta var úti á bílastæðum þangað sem kraftmiklir tónar messunnar bárust!Hefur hlotið verðskuldað lof Engu að síður má nýta þetta tilefni til að benda á það verðskuldaða lof sem þjóðkirkjan hefur hlotið fyrir störf sín í þágu andlegrar vellíðunar, minnkandi streitu og geðheilbrigðis landsmanna. Slíkar raddir mættu fá að heyrast víðar. Á landsmóti æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar sem fram fór nú í vetur flutti ung kona, Marta Ferrer, ávarp og lýsti því hvernig þátttaka í kirkjulegu starfi ungs fólks nýttist henni er hún á unglingsárum háði baráttu við geðhvörf. Aðrir sem til þekkja, hafa svipaða sögu að segja. Í kjölfar náttúruhamfara á Vestfjörðum og Suðurlandi kom í ljós hversu mikill fengur var í prestunum sem þar þjónuðu. Eftir að áfallateymin höfðu lokið sínu starfi héldu prestarnir áfram samskiptum við fólkið, veittu sálgæslu og annan stuðning. Þá er ótalinn þáttur sjúkrahúspresta sem hafa margsannað gildi sitt innan heilbrigðisgeirans. Svanur Kristjánsson prófessor flutti nýverið ávarp á þingi Pírata um geðheilbrigðismál þar sem hann tíundaði helstu bakhjarla fólks sem glímir við geðræn vandamál og aðstandenda þess. Í því sambandi sagði hann: „Kirkjan mín, Neskirkja, hjálpaði mér til að rækta trú á almættið, kærleika og von.“ Þessi þáttur í starfi kirkjunnar er vanmetinn ásamt mörgu öðru. Í kirkjunni mætum við fólki á þess eigin forsendum og miðlum því skilyrðislausri umhyggju. Spyrja má hvort ekki sé frekar þörf á því að efla slíka þjónustu fremur en að kasta henni fyrir róða.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar