Opnum leiðsögumannafélagið! Jakob S. Jónsson skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Ein mesta kjarabót sem íslenskir leiðsögumenn gætu orðið sér úti um er sterkt og öflugt stéttarfélag! Félag leiðsögumanna hefur um árabil verið tvískipt og hefur annar helmingurinn kallast fagfélag, en hinn stéttarfélag. Þessi tvískipting mun einstök meðal íslenskra stéttarfélaga og vandséð að hún sé til bóta í kjarabaráttu. Fagfélagið er opið eingöngu þeim leiðsögumönnum sem lokið hafa námi við svokallaða „viðurkennda“ leiðsöguskóla, hvort sem þeir starfa við fagið eða ekki. Þeir skólar sem eru „viðurkenndir“ af Félagi leiðsögumanna um þessar mundir eru Leiðsöguskólinn í Kópavogi, Endurmenntun Háskóla Íslands og Háskólinn á Akureyri. Ferðamálaskóli Íslands og Keilir njóta ekki viðurkenningar félagsins. Leiðsögumönnum sem lokið hafa prófi frá þessum skólum er því meinað að bera merki félagsins við störf. Eini gildi mælikvarðinn sem til er á menntun leiðsögumanna er evrópskur staðall sem Ísland er aðili að en það er óunnið verk að nýta hann sem mælistiku á það nám sem í boði er hérlendis. Starfsgreinaráð er þó byrjað á fyrstu skrefum að því marki og væntanlega í samstarfi við þar til bæra aðila.Eftirsóttir starfskraftar Það munu vera hátt á annað þúsund leiðsögumenn í fullu starfi eða hlutastarfi hjá hinum ýmsu ferðaskrifstofum og ferðafyrirtækjum og lætur nærri að um helmingur þeirra hafi viðurkennda leiðsögumenntun, hinn helmingurinn hafi ófullnægjandi menntun eða alls enga. Skal þó tekið fram svo því sé til haga haldið að margir þeir sem starfa við leiðsögn – án menntunar sem slíkir – og hafa gert það um langan tíma, hafa ítrekað sannað sig í starfi og eru eftirsóttir starfskraftar. En tvískipting Félags leiðsögumanna hefur leitt til þess að fjöldi leiðsögumanna með gild leiðsöguréttindi telur sig ekki eiga samleið með félaginu og er það miður. Þessi fjöldi mun nema nær helmingi starfandi leiðsögumanna og það segir sig sjálft, að meðan allur sá fjöldi telur sig ekki eiga erindi í Félag leiðsögumanna er samtakamáttur félagsins harla lítill og lítt vænlegur til að stuðla að framförum í þeirra starfsumhverfi eða kjörum. Þá má einnig benda á, að ferðamennska og ferðaþjónusta er að verða gríðarlega fjölbreytt og það kallar á fjölbreyttara leiðsögunám en nú er í boði. Jökla- og fjallaleiðsögumenn eru skýr dæmi, en það má einnig nefna safna- og staðarleiðsögumenn sem dæmi um leiðsögumenn sem hugsanlega þyrftu öðruvísi nám en það sem nú er í boði. Mikilvægt er að bjóða þessum fjölbreytta hópi eðlilega aðild að Félagi leiðsögumanna.Laun lækkað í verðgildi Ef litið er á launataxta í greininni er ljóst að þeir eru ekki í samræmi við menntun leiðsögumanna, sem margir hverjir hafa háskólamenntun að baki og ýmsa sérþekkingu. Einnig má minna á að það er fleira en kaupið sem telur, það þarf líka að ræða kjör á borð við aðstæður á vinnustað og vinnutíma. Þá myndi öflugt félag geta tekið á menntunarkröfum á ákveðnari hátt en nú er. Á það hefur verið bent að meðan ferðamönnum fjölgi og fleiri leiðsögumenn eru kallaðir til starfa, þá hafa laun leiðsögumanna í raun lækkað að verðgildi. Við slíkri öfugþróun verður metnaðarfull starfsgrein að sporna með samtakamætti. Mikilvægur áfangi á þeirri leið er félag, sem opið er öllum starfandi leiðsögumönnum og sem þeir sjá ávinning af þátttöku í. Að því marki þurfum við leiðsögumenn öll að stefna og komandi aðalfundur Félags leiðsögumanna er mikilvægur leiðarsteinn í þá átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Sjá meira
Ein mesta kjarabót sem íslenskir leiðsögumenn gætu orðið sér úti um er sterkt og öflugt stéttarfélag! Félag leiðsögumanna hefur um árabil verið tvískipt og hefur annar helmingurinn kallast fagfélag, en hinn stéttarfélag. Þessi tvískipting mun einstök meðal íslenskra stéttarfélaga og vandséð að hún sé til bóta í kjarabaráttu. Fagfélagið er opið eingöngu þeim leiðsögumönnum sem lokið hafa námi við svokallaða „viðurkennda“ leiðsöguskóla, hvort sem þeir starfa við fagið eða ekki. Þeir skólar sem eru „viðurkenndir“ af Félagi leiðsögumanna um þessar mundir eru Leiðsöguskólinn í Kópavogi, Endurmenntun Háskóla Íslands og Háskólinn á Akureyri. Ferðamálaskóli Íslands og Keilir njóta ekki viðurkenningar félagsins. Leiðsögumönnum sem lokið hafa prófi frá þessum skólum er því meinað að bera merki félagsins við störf. Eini gildi mælikvarðinn sem til er á menntun leiðsögumanna er evrópskur staðall sem Ísland er aðili að en það er óunnið verk að nýta hann sem mælistiku á það nám sem í boði er hérlendis. Starfsgreinaráð er þó byrjað á fyrstu skrefum að því marki og væntanlega í samstarfi við þar til bæra aðila.Eftirsóttir starfskraftar Það munu vera hátt á annað þúsund leiðsögumenn í fullu starfi eða hlutastarfi hjá hinum ýmsu ferðaskrifstofum og ferðafyrirtækjum og lætur nærri að um helmingur þeirra hafi viðurkennda leiðsögumenntun, hinn helmingurinn hafi ófullnægjandi menntun eða alls enga. Skal þó tekið fram svo því sé til haga haldið að margir þeir sem starfa við leiðsögn – án menntunar sem slíkir – og hafa gert það um langan tíma, hafa ítrekað sannað sig í starfi og eru eftirsóttir starfskraftar. En tvískipting Félags leiðsögumanna hefur leitt til þess að fjöldi leiðsögumanna með gild leiðsöguréttindi telur sig ekki eiga samleið með félaginu og er það miður. Þessi fjöldi mun nema nær helmingi starfandi leiðsögumanna og það segir sig sjálft, að meðan allur sá fjöldi telur sig ekki eiga erindi í Félag leiðsögumanna er samtakamáttur félagsins harla lítill og lítt vænlegur til að stuðla að framförum í þeirra starfsumhverfi eða kjörum. Þá má einnig benda á, að ferðamennska og ferðaþjónusta er að verða gríðarlega fjölbreytt og það kallar á fjölbreyttara leiðsögunám en nú er í boði. Jökla- og fjallaleiðsögumenn eru skýr dæmi, en það má einnig nefna safna- og staðarleiðsögumenn sem dæmi um leiðsögumenn sem hugsanlega þyrftu öðruvísi nám en það sem nú er í boði. Mikilvægt er að bjóða þessum fjölbreytta hópi eðlilega aðild að Félagi leiðsögumanna.Laun lækkað í verðgildi Ef litið er á launataxta í greininni er ljóst að þeir eru ekki í samræmi við menntun leiðsögumanna, sem margir hverjir hafa háskólamenntun að baki og ýmsa sérþekkingu. Einnig má minna á að það er fleira en kaupið sem telur, það þarf líka að ræða kjör á borð við aðstæður á vinnustað og vinnutíma. Þá myndi öflugt félag geta tekið á menntunarkröfum á ákveðnari hátt en nú er. Á það hefur verið bent að meðan ferðamönnum fjölgi og fleiri leiðsögumenn eru kallaðir til starfa, þá hafa laun leiðsögumanna í raun lækkað að verðgildi. Við slíkri öfugþróun verður metnaðarfull starfsgrein að sporna með samtakamætti. Mikilvægur áfangi á þeirri leið er félag, sem opið er öllum starfandi leiðsögumönnum og sem þeir sjá ávinning af þátttöku í. Að því marki þurfum við leiðsögumenn öll að stefna og komandi aðalfundur Félags leiðsögumanna er mikilvægur leiðarsteinn í þá átt.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar