Minnst tólf létu lífið í þremur sjálfsmorðsárásum í Damascus, höfuðborg Sýrlands. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum og segir tvo vígamenn þeirra hafa sprengt sig í loft upp með sprengjubeltum og einn hafi notast við bílsprengju.
Minnst 55 eru sagðir hafa særst í árásunum.
Samkvæmt BBC eru íbúar hverfisins þar sem árásin var gerð að mestu sjítar og hafa vígahópar ítrekað gert árásir þar. Í hverfinu er einn helsti helgidómur sjíta og hefur það gert hverfið að sérstöku skotmarki.
Minnst tólf látnir í sjálfsmorðsárásum í Damascus
Samúel Karl Ólason skrifar
