Erlent

Flugmenn í Frakklandi í verkfalli

Vísir/EPA
Flugmenn hjá Air France flugfélaginu hófu í morgun fjögurra daga verkfall sem gæti sett strik í reikninginn hjá þúsundum knattspyrnuáhugamanna sem streyma nú til Frakklands til að fylgjast með Evrópumótinu í fótbolta sem hófst í gær með sigri Frakka á Rúmenum.

Þrjátíu prósentum allra flugferða AirFrance hefur verið aflýst í dag en félagið hefur heitið því að leggja ofuráherslu á að halda uppi flugsamgöngum til þeirra borga þar sem mótið fer fram.

Krafa flugmannanna er á sömu lund og annarra sem staðið hafa í verkföllum síðustu vikur, að hætt verði við boðaðar breytingar á franskri vinnulöggjöf sem gera fyrirtækjum auðveldara um vik að reka starfsmenn sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×