Trump sá eini sem eftir er í kapphlaupi Repúblikana Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. maí 2016 23:00 Donald Trump virðist vera búinn að tryggja sér útnefninguna. John Kasich, ríkisstjóri Ohio, tilkynnti í kvöld opinberlega að hann væri hættur við að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Ekkert virðist nú geta komið í veg fyrir það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblikana í forsetakosningum Bandaríkjanna sem haldnar verða í nóvember. Kasich hafði aðeins unnið sigur í forkosningum Repúblikana í heimaríki sínu Ohio og hafði honum mistekist að halda í við Trump og Ted Cruz. Kasich vonaðist þó til þess að geta barist fyrir útnefningu sinni á flokksþingi Repúblikana í júlí. Það féll þó um sjálft sig eftir yfirburðasigur Trumop í Indiana-ríki þar sem hann nældi sér í alla 57 fulltrúa fylkisins. Sigurinn gerði það að verkum að Ted Cruz dró framboð sitt til baka í gær og þá stóð Kasich einn eftir á móti Donald Trump í keppninni um hver verði næsta forsetaefni Repúblikanaflokksins. Fátt sem ekkert virðist nú geta komið í veg fyrir að Donald Trump verði forsetaframbjóðandi Repúblikana-flokksins í væntanlegum kosningum þar sem hann mun að öllum líkindum mæta Hillary Clinton. Eftir á að kjósa í níu ríkjum Bandaríkjanna en þar sem Trump er einn eftir í framboði eru þær forkosningar sem framundan eru nánast formsatriði. Trump þarf 1.247 kjörmenn til þess að tryggja sér útnefningu Repúblikana-flokksins en hann er nú með stuðning 1.053 kjörmanna. Síðustu forkosningarnar fara fram 7. júní þegar kosið verður samtímis í fimm ríkjum, þar á meðal Kaliforníu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump sigurvegari í Indiana: Tilnefning Repúblikana gott sem gulltryggð Útgönguspár benda til þess að Trump verði kominn með um það bil 1049 kjörmenn í fyrramálið. 3. maí 2016 23:20 Cruz lýkur keppni - Sanders með óvæntan sigur Ted Cruz hefur dregið sig út úr keppninni um hver verði næsta forsetaefni Repúblikaflokksins eftir tap gegn Donald Trump í Indiana í gær. Öldungardeildarþingmaðurinn, sem er frá Texas, gerði lokatilraun til að skáka Trump með því að leggja allt undir í Indiana. Allt kom fyrir ekki og vann Trump yfirburðasigur. Fátt getur því úr þessu komið í veg fyrir að Trump verði forsetaefni flokksins. 4. maí 2016 06:22 Allar líkur á að Kasich sé hættur í kapphlaupinu við Trump Tilnefning Repúblikanaflokkins virðist liggja fyrir þar sem allir andstæðingar Trump hafa sagt sig úr leik. 4. maí 2016 16:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
John Kasich, ríkisstjóri Ohio, tilkynnti í kvöld opinberlega að hann væri hættur við að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Ekkert virðist nú geta komið í veg fyrir það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblikana í forsetakosningum Bandaríkjanna sem haldnar verða í nóvember. Kasich hafði aðeins unnið sigur í forkosningum Repúblikana í heimaríki sínu Ohio og hafði honum mistekist að halda í við Trump og Ted Cruz. Kasich vonaðist þó til þess að geta barist fyrir útnefningu sinni á flokksþingi Repúblikana í júlí. Það féll þó um sjálft sig eftir yfirburðasigur Trumop í Indiana-ríki þar sem hann nældi sér í alla 57 fulltrúa fylkisins. Sigurinn gerði það að verkum að Ted Cruz dró framboð sitt til baka í gær og þá stóð Kasich einn eftir á móti Donald Trump í keppninni um hver verði næsta forsetaefni Repúblikanaflokksins. Fátt sem ekkert virðist nú geta komið í veg fyrir að Donald Trump verði forsetaframbjóðandi Repúblikana-flokksins í væntanlegum kosningum þar sem hann mun að öllum líkindum mæta Hillary Clinton. Eftir á að kjósa í níu ríkjum Bandaríkjanna en þar sem Trump er einn eftir í framboði eru þær forkosningar sem framundan eru nánast formsatriði. Trump þarf 1.247 kjörmenn til þess að tryggja sér útnefningu Repúblikana-flokksins en hann er nú með stuðning 1.053 kjörmanna. Síðustu forkosningarnar fara fram 7. júní þegar kosið verður samtímis í fimm ríkjum, þar á meðal Kaliforníu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump sigurvegari í Indiana: Tilnefning Repúblikana gott sem gulltryggð Útgönguspár benda til þess að Trump verði kominn með um það bil 1049 kjörmenn í fyrramálið. 3. maí 2016 23:20 Cruz lýkur keppni - Sanders með óvæntan sigur Ted Cruz hefur dregið sig út úr keppninni um hver verði næsta forsetaefni Repúblikaflokksins eftir tap gegn Donald Trump í Indiana í gær. Öldungardeildarþingmaðurinn, sem er frá Texas, gerði lokatilraun til að skáka Trump með því að leggja allt undir í Indiana. Allt kom fyrir ekki og vann Trump yfirburðasigur. Fátt getur því úr þessu komið í veg fyrir að Trump verði forsetaefni flokksins. 4. maí 2016 06:22 Allar líkur á að Kasich sé hættur í kapphlaupinu við Trump Tilnefning Repúblikanaflokkins virðist liggja fyrir þar sem allir andstæðingar Trump hafa sagt sig úr leik. 4. maí 2016 16:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Trump sigurvegari í Indiana: Tilnefning Repúblikana gott sem gulltryggð Útgönguspár benda til þess að Trump verði kominn með um það bil 1049 kjörmenn í fyrramálið. 3. maí 2016 23:20
Cruz lýkur keppni - Sanders með óvæntan sigur Ted Cruz hefur dregið sig út úr keppninni um hver verði næsta forsetaefni Repúblikaflokksins eftir tap gegn Donald Trump í Indiana í gær. Öldungardeildarþingmaðurinn, sem er frá Texas, gerði lokatilraun til að skáka Trump með því að leggja allt undir í Indiana. Allt kom fyrir ekki og vann Trump yfirburðasigur. Fátt getur því úr þessu komið í veg fyrir að Trump verði forsetaefni flokksins. 4. maí 2016 06:22
Allar líkur á að Kasich sé hættur í kapphlaupinu við Trump Tilnefning Repúblikanaflokkins virðist liggja fyrir þar sem allir andstæðingar Trump hafa sagt sig úr leik. 4. maí 2016 16:39