Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2016 18:55 Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur fengið staðfestar upplýsingar frá Knattspyrnusambandi Evrópu, um skiptingu áhorfenda á leiknum á mánudagskvöldið. Það hefur verið mikið álag á starfsmönnum KSÍ enda beinist athygli heimsbyggðarinnar að íslenska liðinu. Leikurinn fer fram á Allianz Riviera leikvanginum í Nice sem tekur tæplega 36 þúsund manns í sæti. Völlurinn er nýr en hann var opnaður í september 2013. Það er orðið uppselt á leikinn og því engir fleiri miðar í boði fyrir íslenska stuðningsmenn. Kolbeinn Tumi Daðason, fréttamaður 365 á Evrópumótinu í Frakklandi, var í beinni frá Annecy í kvöld og ræddi við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra Knattspyrnusambands Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og það er búið að vera í nóg að snúast. Ég ætlaði að gera rosalega mikið í dag en ég er ekki búin að gera nokkurn skapaðan hlut af því. Þetta er búið að vera ævintýri eins og allt annað hérna," sagði Klara. „Þetta eru aðallega miðafyrirspurnir því sem betur fer slepp ég alveg við fjölmiðlaáreitnina. Það sem beinist að mér eru miðamálin og svo gífurleg athygli erlendra fjölmiðla á okkur og liðinu. Það er nóg að snúast í þeirri deild líka," sagði Klara. Liggur fyrir hvað verða margir Íslendingar verða á vellinum í Nice? „Samkvæmt tölum sem við fengum áðan þá verða þrjú þúsund manns," sagði Klara. Þetta þýðir að Íslendingar verða aðeins átta prósent af áhorfendum í stúkunni á leik Íslands og Englands. Margar ástæður eru fyrir því en gríðarlegt álag var á miðasölukerfi UEFA í dag. Það má reikna með því að miklu fleiri Englendingar hafi keypt miða sem buðu upp á það að fylgja sínu liði alla leið í keppninni en slíkir miðar voru í boði í desember. Íslendingar hafa líklegt keypt mun færri slíka miða sem kom sér illa þegar svona fáir miðar voru í boði á leikinn. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslendingar streyma á O´Sullivans Barinn er risastór og stórt svæði sömuleiðis fyrir utan 22. júní 2016 10:05 Tíu þúsund Íslendingar mæta 30 þúsund Austurríkismönnum Það er eins gott að íslenskir stuðningsmenn brýni raustina vel á Stade de France í dag. 22. júní 2016 09:07 Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56 Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Sjá meira
Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur fengið staðfestar upplýsingar frá Knattspyrnusambandi Evrópu, um skiptingu áhorfenda á leiknum á mánudagskvöldið. Það hefur verið mikið álag á starfsmönnum KSÍ enda beinist athygli heimsbyggðarinnar að íslenska liðinu. Leikurinn fer fram á Allianz Riviera leikvanginum í Nice sem tekur tæplega 36 þúsund manns í sæti. Völlurinn er nýr en hann var opnaður í september 2013. Það er orðið uppselt á leikinn og því engir fleiri miðar í boði fyrir íslenska stuðningsmenn. Kolbeinn Tumi Daðason, fréttamaður 365 á Evrópumótinu í Frakklandi, var í beinni frá Annecy í kvöld og ræddi við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra Knattspyrnusambands Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og það er búið að vera í nóg að snúast. Ég ætlaði að gera rosalega mikið í dag en ég er ekki búin að gera nokkurn skapaðan hlut af því. Þetta er búið að vera ævintýri eins og allt annað hérna," sagði Klara. „Þetta eru aðallega miðafyrirspurnir því sem betur fer slepp ég alveg við fjölmiðlaáreitnina. Það sem beinist að mér eru miðamálin og svo gífurleg athygli erlendra fjölmiðla á okkur og liðinu. Það er nóg að snúast í þeirri deild líka," sagði Klara. Liggur fyrir hvað verða margir Íslendingar verða á vellinum í Nice? „Samkvæmt tölum sem við fengum áðan þá verða þrjú þúsund manns," sagði Klara. Þetta þýðir að Íslendingar verða aðeins átta prósent af áhorfendum í stúkunni á leik Íslands og Englands. Margar ástæður eru fyrir því en gríðarlegt álag var á miðasölukerfi UEFA í dag. Það má reikna með því að miklu fleiri Englendingar hafi keypt miða sem buðu upp á það að fylgja sínu liði alla leið í keppninni en slíkir miðar voru í boði í desember. Íslendingar hafa líklegt keypt mun færri slíka miða sem kom sér illa þegar svona fáir miðar voru í boði á leikinn.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslendingar streyma á O´Sullivans Barinn er risastór og stórt svæði sömuleiðis fyrir utan 22. júní 2016 10:05 Tíu þúsund Íslendingar mæta 30 þúsund Austurríkismönnum Það er eins gott að íslenskir stuðningsmenn brýni raustina vel á Stade de France í dag. 22. júní 2016 09:07 Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56 Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Sjá meira
Íslendingar streyma á O´Sullivans Barinn er risastór og stórt svæði sömuleiðis fyrir utan 22. júní 2016 10:05
Tíu þúsund Íslendingar mæta 30 þúsund Austurríkismönnum Það er eins gott að íslenskir stuðningsmenn brýni raustina vel á Stade de France í dag. 22. júní 2016 09:07
Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56
Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22