England missti af fysta sætinu í B-riðli í lokaumferðinni þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Slóvakíu en líklega eru enskir bara hæstánægðir með þau úrslit í dag.
Ísland og England hafa aðeins mæst tvisvar sinnum á fótboltavellinum og í bæði skiptin var um vináttuleik að ræða. Liðin skildu jöfn, 1-1, á Laugardalsvelli árið 1982 en svo vann England annan vináttuleik liðanna á City of Manchester Stadium í Manchester, 6-1, í júní 2004.
Enska landsliðið var þá að undirbúa sig fyrir EM 2004 í Portúgal en á þessum tíma var Wayne Rooney skærasta ungstirnið sem komið hafði upp í enskum fótbolta. Hann skoraði tvö mörk í leiknum, annað þeirra með frábæru skoti sem Árni Gautur Arason réð ekki við.
Rooney fór svo með enska liðinu á EM og var alveg frábær en hann meiddist í undanúrslitunum þar sem England féll að sjálfsögðu úr leik í vítaspyrnukeppni gegn gestgjöfum Portúgals.
Þessi leikur Englands og Íslands var nokkuð sérstakur því íslensku leikmennirnir máttu ekki tækla þá ensku þar sem þeir óttuðust um að meiðast.
Wayne Rooney er í dag fyrirliði enska landsliðsins og markahæstur þess í sögunni en hann mun leiða England út á völlinn í Nice á mánudagskvöldið.
Markið hans magnaða fyrir tólf árum má sjá hér að neðan.
Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
It's 12 years since #ENG's last game against #ISL – a 6-1 win in which @WayneRooney scored twice. https://t.co/xt5nQ2yXSA
— England (@England) June 22, 2016