Sannar sögur á sýningu um Jökuldælinga Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. júní 2016 10:30 Páll Pálsson er sjálfmenntaður fræðimaður sem unir sér hvergi betur en á æskuheimilinu Aðalbóli. Myndir Ragnhildur Aðalsteinsdóttir „Mig er búið að dreyma um það lengi að mynda alla Jökuldælinga og gera sýningu úr því. Í huganum var það kannski minna mál en það var í raun. Samt voru langflestir til í það,“ segir Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, blaðamaður og ljósmyndari, sem hefur sett upp ljósmyndasýninguna Bændur á Jökuldal í ferðaþjónustustöðinni Á hreindýraslóðum, sem er veitingastaður, gisting og gallerí að Skjöldólfsstöðum á Jökuldal.Lilja Óladóttir, Guðný Halla Sóllilja og Hallur Gunnarsson spjalla við heimalningana í Sænautaseli.„Ég byrjaði fyrir ári, í sauðburði, þá var ég í viku, tók síðan tvo mánuði í verkefnið í fyrrasumar, fór í réttir í fyrrahaust og var svo í eina viku núna í vetur. Ég er með rúmlega sextíu myndir á sýningunni, þær eru frá öllum bæjum og af flestum einstaklingum sveitarinnar, bæði börnum og fullorðnum.“Aðalsteinn Aðalsteinsson, bóndi á Vaðbrekku, í hlöðunni.Ragnhildur kveðst líka hafa myndað þá sem eru hættir búskap, nefnir Ragnar og Birnu á Hákonarstöðum sem dæmi. „Sumir Jökuldælingar eru að vinna á Egilsstöðum með búskapnum, aðrir eru fluttir þangað vegna aldurs og ég er ekki að búa neitt til, þetta eru allt sannar sögur.Linda Björg Kjartansdóttir í Teigaseli og maður hennar, Jón Björgvin Vernharðsson, ásamt dætrum sínum tveimur, Heiðdísi Jöklu og Snærúnu Hrefnu.Sumar myndirnar eru úr fjárhúsum og hesthúsum en ég tók líka myndir inni í kaffi og af konum að prjóna. Reyndi að hafa efnið sem fjölbreyttast,“ segir hún og tekur fram að myndirnar séu prentaðar hjá Héraðsprenti á Egilsstöðum. „Ég dvaldi hjá gömlum sveitungum og fangaði augnablikin í daglegu lífi þeirra,“ segir Ragnhildur. Fréttablaðið/VilhelmRagnhildur ólst upp á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, þar býr nú bróðursonur hennar, Aðalsteinn Sigurðsson. „Ég er Jökuldælingur því Hrafnkelsdalur gengur inn úr Jökuldal og telst til sömu sveitar,“ segir hún og kveðst hafa haft áhuga á ljósmyndun frá því hún var tíu ára og fékk fyrstu myndavélina.Feðgarnir Jón Helgason á Refshöfða og Helgi Hrafn Jónsson í vélaskemmunni.Sérstaklega aðhyllist hún heimildaljósmyndun og hana hafi hún meðal annars lært úti í Kanada. Ragnhildur er nú blaðamaður á Vikunni og ljósmyndari í lausamennsku og var með tvær myndir úr Jökuldælaseríunni á sýningu Blaðamannafélagsins í Gerðarsafni í vor. Menning Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Mig er búið að dreyma um það lengi að mynda alla Jökuldælinga og gera sýningu úr því. Í huganum var það kannski minna mál en það var í raun. Samt voru langflestir til í það,“ segir Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, blaðamaður og ljósmyndari, sem hefur sett upp ljósmyndasýninguna Bændur á Jökuldal í ferðaþjónustustöðinni Á hreindýraslóðum, sem er veitingastaður, gisting og gallerí að Skjöldólfsstöðum á Jökuldal.Lilja Óladóttir, Guðný Halla Sóllilja og Hallur Gunnarsson spjalla við heimalningana í Sænautaseli.„Ég byrjaði fyrir ári, í sauðburði, þá var ég í viku, tók síðan tvo mánuði í verkefnið í fyrrasumar, fór í réttir í fyrrahaust og var svo í eina viku núna í vetur. Ég er með rúmlega sextíu myndir á sýningunni, þær eru frá öllum bæjum og af flestum einstaklingum sveitarinnar, bæði börnum og fullorðnum.“Aðalsteinn Aðalsteinsson, bóndi á Vaðbrekku, í hlöðunni.Ragnhildur kveðst líka hafa myndað þá sem eru hættir búskap, nefnir Ragnar og Birnu á Hákonarstöðum sem dæmi. „Sumir Jökuldælingar eru að vinna á Egilsstöðum með búskapnum, aðrir eru fluttir þangað vegna aldurs og ég er ekki að búa neitt til, þetta eru allt sannar sögur.Linda Björg Kjartansdóttir í Teigaseli og maður hennar, Jón Björgvin Vernharðsson, ásamt dætrum sínum tveimur, Heiðdísi Jöklu og Snærúnu Hrefnu.Sumar myndirnar eru úr fjárhúsum og hesthúsum en ég tók líka myndir inni í kaffi og af konum að prjóna. Reyndi að hafa efnið sem fjölbreyttast,“ segir hún og tekur fram að myndirnar séu prentaðar hjá Héraðsprenti á Egilsstöðum. „Ég dvaldi hjá gömlum sveitungum og fangaði augnablikin í daglegu lífi þeirra,“ segir Ragnhildur. Fréttablaðið/VilhelmRagnhildur ólst upp á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, þar býr nú bróðursonur hennar, Aðalsteinn Sigurðsson. „Ég er Jökuldælingur því Hrafnkelsdalur gengur inn úr Jökuldal og telst til sömu sveitar,“ segir hún og kveðst hafa haft áhuga á ljósmyndun frá því hún var tíu ára og fékk fyrstu myndavélina.Feðgarnir Jón Helgason á Refshöfða og Helgi Hrafn Jónsson í vélaskemmunni.Sérstaklega aðhyllist hún heimildaljósmyndun og hana hafi hún meðal annars lært úti í Kanada. Ragnhildur er nú blaðamaður á Vikunni og ljósmyndari í lausamennsku og var með tvær myndir úr Jökuldælaseríunni á sýningu Blaðamannafélagsins í Gerðarsafni í vor.
Menning Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp