Aðildarfólk yfir í fyrstu tölum Þórgnýr Einar Albertsson og Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifa 24. júní 2016 07:00 Tesopi fyrir slaginn Hægt var að kjósa á mörgum kjörstöðum í Bretlandi í gær. Hér er til að mynda þvottahús í Headington nærri Oxford nýtt sem kjörstaður. Umsjónarmenn bíða fyrstu kjósenda í gærmorgun. Nordicphotos/AFP Aðildarsinnar höfðu nauman meirihluta í fyrstu tölum úr þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit, hvort Bretland ætti að skilja sig frá Evrópusambandinu í gær. Kjörsókn var áætluð nálægt 70 prósentum. Í Newcastle voru 50,7 prósent fylgjandi aðild og 49,3 prósent á móti. Þá lágu fyrir niðurstöður frá Gíbraltar og Orkneyjum, en þar voru fleiri fylgjandi aðild líkt og búist hafði verið við. Fyrir kosningarnar höfðu sérfræðingar spáð því að ef kjörsókn væri lítil yrði líklegra að aðskilnaðarsinnar bæru sigur úr býtum. „Þeir sem líklegastir eru til að mæta á kjörstað eru eldri, hvítir kjósendur Íhaldsflokksins og þeir kjósa helst á móti aðild að sambandinu,“ sagði Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur við fréttastofu í gær. Fyrstu tölur höfðu ekki borist þegar Fréttablaðið fór í prentun og voru engar útgönguspár gerðar. Endanleg niðurstaða var hins vegar væntanleg um klukkan sex í morgun. Skoðanakannanir bentu til einkar spennandi kosninga og höfðu lengi gert.Hægt var að kjósa á mörgum kjörstöðum í Bretlandi í gær. Þessi strætisvagn í borginni Kingston upon Hull var til að mynda nýttur sem kjörstaður. Nordicphotos/AFPNordicphotos/AFPBlaðamaður Fréttablaðsins í Lundúnum sagði litla sem enga hátíðarstemningu á götum borgarinnar í gær þrátt fyrir að það væri kjördagur. Mikið hafi rignt, bæði í Lundúnum og um allt Suðaustur-Bretland. Þeir Lundúnabúar sem blaðamaður náði tali af á götum borgarinnar í gær voru einna helst skelkaðir enda mikið undir. Ef Bretar hafna aðskilnaði er óvíst að annað tækifæri fáist til þess að kjósa um aðskilnað frá Evrópusambandinu. Það hefur þó einu sinni verið gert áður en ráðist var í sambærilega þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1975. Breska pundið sem og fjármálamarkaðir hafa sveiflast eftir skoðanakönnunum síðustu vikur. Betur gengur og gengið er hærra þegar Evrópusinnar eru í meirihluta í könnunum en gengið hefur sveiflast niður á við þegar aðskilnaðarsinnar virðast fleiri. Þóra Helgadóttir, sem situr í fjármálaráði breska þingsins, sagði allflesta hagfræðinga sammála um að Brexit yrði slæmt fyrir hagkerfið. „Í raun og veru hef ég ekki séð hagfræðing sem mælir með því að við förum úr sambandinu,“ sagði Þóra í gær. Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP), sagði allt benda til þess að Bretar hefðu kosið gegn aðskilnaði. „Það lítur út fyrir að Evrópusinnar vinni með minnsta mun. Hvorki ég né UKIP erum þó að fara neitt og flokkurinn mun halda áfram að styrkjast í framtíðinni,“ sagði Farage í gær. Farage hefur barist fyrir Brexit í um tvo áratugi. „Hvort sem þið hatið hann eða elskið hann, þá er þetta dagur Nigels Farage. Án hans hefði ekki verið hægt að kjósa um aðskilnað,“ segir í fyrirsögn fréttar Telegraph frá því í gær. Nokkrir Bretar lýstu á samfélagsmiðlum áhyggjum af því að kosningasvindl væri í uppsiglingu, því eingöngu hafi verið boðið upp á að fylla út kjörseðla með blýanti en ekki penna. Frá þessu greindi The Guardian. Talskona kosningastjórnarinnar sagði þó ekkert í lögum kveða á um penna eða blýanta. „Kjósendum er velkomið að koma með sína eigin penna,“ sagði hún.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. júníNigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands, gengur út af kjörstað. Nordicphotos/AFP Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Aðildarsinnar höfðu nauman meirihluta í fyrstu tölum úr þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit, hvort Bretland ætti að skilja sig frá Evrópusambandinu í gær. Kjörsókn var áætluð nálægt 70 prósentum. Í Newcastle voru 50,7 prósent fylgjandi aðild og 49,3 prósent á móti. Þá lágu fyrir niðurstöður frá Gíbraltar og Orkneyjum, en þar voru fleiri fylgjandi aðild líkt og búist hafði verið við. Fyrir kosningarnar höfðu sérfræðingar spáð því að ef kjörsókn væri lítil yrði líklegra að aðskilnaðarsinnar bæru sigur úr býtum. „Þeir sem líklegastir eru til að mæta á kjörstað eru eldri, hvítir kjósendur Íhaldsflokksins og þeir kjósa helst á móti aðild að sambandinu,“ sagði Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur við fréttastofu í gær. Fyrstu tölur höfðu ekki borist þegar Fréttablaðið fór í prentun og voru engar útgönguspár gerðar. Endanleg niðurstaða var hins vegar væntanleg um klukkan sex í morgun. Skoðanakannanir bentu til einkar spennandi kosninga og höfðu lengi gert.Hægt var að kjósa á mörgum kjörstöðum í Bretlandi í gær. Þessi strætisvagn í borginni Kingston upon Hull var til að mynda nýttur sem kjörstaður. Nordicphotos/AFPNordicphotos/AFPBlaðamaður Fréttablaðsins í Lundúnum sagði litla sem enga hátíðarstemningu á götum borgarinnar í gær þrátt fyrir að það væri kjördagur. Mikið hafi rignt, bæði í Lundúnum og um allt Suðaustur-Bretland. Þeir Lundúnabúar sem blaðamaður náði tali af á götum borgarinnar í gær voru einna helst skelkaðir enda mikið undir. Ef Bretar hafna aðskilnaði er óvíst að annað tækifæri fáist til þess að kjósa um aðskilnað frá Evrópusambandinu. Það hefur þó einu sinni verið gert áður en ráðist var í sambærilega þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1975. Breska pundið sem og fjármálamarkaðir hafa sveiflast eftir skoðanakönnunum síðustu vikur. Betur gengur og gengið er hærra þegar Evrópusinnar eru í meirihluta í könnunum en gengið hefur sveiflast niður á við þegar aðskilnaðarsinnar virðast fleiri. Þóra Helgadóttir, sem situr í fjármálaráði breska þingsins, sagði allflesta hagfræðinga sammála um að Brexit yrði slæmt fyrir hagkerfið. „Í raun og veru hef ég ekki séð hagfræðing sem mælir með því að við förum úr sambandinu,“ sagði Þóra í gær. Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP), sagði allt benda til þess að Bretar hefðu kosið gegn aðskilnaði. „Það lítur út fyrir að Evrópusinnar vinni með minnsta mun. Hvorki ég né UKIP erum þó að fara neitt og flokkurinn mun halda áfram að styrkjast í framtíðinni,“ sagði Farage í gær. Farage hefur barist fyrir Brexit í um tvo áratugi. „Hvort sem þið hatið hann eða elskið hann, þá er þetta dagur Nigels Farage. Án hans hefði ekki verið hægt að kjósa um aðskilnað,“ segir í fyrirsögn fréttar Telegraph frá því í gær. Nokkrir Bretar lýstu á samfélagsmiðlum áhyggjum af því að kosningasvindl væri í uppsiglingu, því eingöngu hafi verið boðið upp á að fylla út kjörseðla með blýanti en ekki penna. Frá þessu greindi The Guardian. Talskona kosningastjórnarinnar sagði þó ekkert í lögum kveða á um penna eða blýanta. „Kjósendum er velkomið að koma með sína eigin penna,“ sagði hún.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. júníNigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands, gengur út af kjörstað. Nordicphotos/AFP
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira