Aðildarfólk yfir í fyrstu tölum Þórgnýr Einar Albertsson og Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifa 24. júní 2016 07:00 Tesopi fyrir slaginn Hægt var að kjósa á mörgum kjörstöðum í Bretlandi í gær. Hér er til að mynda þvottahús í Headington nærri Oxford nýtt sem kjörstaður. Umsjónarmenn bíða fyrstu kjósenda í gærmorgun. Nordicphotos/AFP Aðildarsinnar höfðu nauman meirihluta í fyrstu tölum úr þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit, hvort Bretland ætti að skilja sig frá Evrópusambandinu í gær. Kjörsókn var áætluð nálægt 70 prósentum. Í Newcastle voru 50,7 prósent fylgjandi aðild og 49,3 prósent á móti. Þá lágu fyrir niðurstöður frá Gíbraltar og Orkneyjum, en þar voru fleiri fylgjandi aðild líkt og búist hafði verið við. Fyrir kosningarnar höfðu sérfræðingar spáð því að ef kjörsókn væri lítil yrði líklegra að aðskilnaðarsinnar bæru sigur úr býtum. „Þeir sem líklegastir eru til að mæta á kjörstað eru eldri, hvítir kjósendur Íhaldsflokksins og þeir kjósa helst á móti aðild að sambandinu,“ sagði Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur við fréttastofu í gær. Fyrstu tölur höfðu ekki borist þegar Fréttablaðið fór í prentun og voru engar útgönguspár gerðar. Endanleg niðurstaða var hins vegar væntanleg um klukkan sex í morgun. Skoðanakannanir bentu til einkar spennandi kosninga og höfðu lengi gert.Hægt var að kjósa á mörgum kjörstöðum í Bretlandi í gær. Þessi strætisvagn í borginni Kingston upon Hull var til að mynda nýttur sem kjörstaður. Nordicphotos/AFPNordicphotos/AFPBlaðamaður Fréttablaðsins í Lundúnum sagði litla sem enga hátíðarstemningu á götum borgarinnar í gær þrátt fyrir að það væri kjördagur. Mikið hafi rignt, bæði í Lundúnum og um allt Suðaustur-Bretland. Þeir Lundúnabúar sem blaðamaður náði tali af á götum borgarinnar í gær voru einna helst skelkaðir enda mikið undir. Ef Bretar hafna aðskilnaði er óvíst að annað tækifæri fáist til þess að kjósa um aðskilnað frá Evrópusambandinu. Það hefur þó einu sinni verið gert áður en ráðist var í sambærilega þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1975. Breska pundið sem og fjármálamarkaðir hafa sveiflast eftir skoðanakönnunum síðustu vikur. Betur gengur og gengið er hærra þegar Evrópusinnar eru í meirihluta í könnunum en gengið hefur sveiflast niður á við þegar aðskilnaðarsinnar virðast fleiri. Þóra Helgadóttir, sem situr í fjármálaráði breska þingsins, sagði allflesta hagfræðinga sammála um að Brexit yrði slæmt fyrir hagkerfið. „Í raun og veru hef ég ekki séð hagfræðing sem mælir með því að við förum úr sambandinu,“ sagði Þóra í gær. Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP), sagði allt benda til þess að Bretar hefðu kosið gegn aðskilnaði. „Það lítur út fyrir að Evrópusinnar vinni með minnsta mun. Hvorki ég né UKIP erum þó að fara neitt og flokkurinn mun halda áfram að styrkjast í framtíðinni,“ sagði Farage í gær. Farage hefur barist fyrir Brexit í um tvo áratugi. „Hvort sem þið hatið hann eða elskið hann, þá er þetta dagur Nigels Farage. Án hans hefði ekki verið hægt að kjósa um aðskilnað,“ segir í fyrirsögn fréttar Telegraph frá því í gær. Nokkrir Bretar lýstu á samfélagsmiðlum áhyggjum af því að kosningasvindl væri í uppsiglingu, því eingöngu hafi verið boðið upp á að fylla út kjörseðla með blýanti en ekki penna. Frá þessu greindi The Guardian. Talskona kosningastjórnarinnar sagði þó ekkert í lögum kveða á um penna eða blýanta. „Kjósendum er velkomið að koma með sína eigin penna,“ sagði hún.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. júníNigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands, gengur út af kjörstað. Nordicphotos/AFP Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Aðildarsinnar höfðu nauman meirihluta í fyrstu tölum úr þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit, hvort Bretland ætti að skilja sig frá Evrópusambandinu í gær. Kjörsókn var áætluð nálægt 70 prósentum. Í Newcastle voru 50,7 prósent fylgjandi aðild og 49,3 prósent á móti. Þá lágu fyrir niðurstöður frá Gíbraltar og Orkneyjum, en þar voru fleiri fylgjandi aðild líkt og búist hafði verið við. Fyrir kosningarnar höfðu sérfræðingar spáð því að ef kjörsókn væri lítil yrði líklegra að aðskilnaðarsinnar bæru sigur úr býtum. „Þeir sem líklegastir eru til að mæta á kjörstað eru eldri, hvítir kjósendur Íhaldsflokksins og þeir kjósa helst á móti aðild að sambandinu,“ sagði Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur við fréttastofu í gær. Fyrstu tölur höfðu ekki borist þegar Fréttablaðið fór í prentun og voru engar útgönguspár gerðar. Endanleg niðurstaða var hins vegar væntanleg um klukkan sex í morgun. Skoðanakannanir bentu til einkar spennandi kosninga og höfðu lengi gert.Hægt var að kjósa á mörgum kjörstöðum í Bretlandi í gær. Þessi strætisvagn í borginni Kingston upon Hull var til að mynda nýttur sem kjörstaður. Nordicphotos/AFPNordicphotos/AFPBlaðamaður Fréttablaðsins í Lundúnum sagði litla sem enga hátíðarstemningu á götum borgarinnar í gær þrátt fyrir að það væri kjördagur. Mikið hafi rignt, bæði í Lundúnum og um allt Suðaustur-Bretland. Þeir Lundúnabúar sem blaðamaður náði tali af á götum borgarinnar í gær voru einna helst skelkaðir enda mikið undir. Ef Bretar hafna aðskilnaði er óvíst að annað tækifæri fáist til þess að kjósa um aðskilnað frá Evrópusambandinu. Það hefur þó einu sinni verið gert áður en ráðist var í sambærilega þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1975. Breska pundið sem og fjármálamarkaðir hafa sveiflast eftir skoðanakönnunum síðustu vikur. Betur gengur og gengið er hærra þegar Evrópusinnar eru í meirihluta í könnunum en gengið hefur sveiflast niður á við þegar aðskilnaðarsinnar virðast fleiri. Þóra Helgadóttir, sem situr í fjármálaráði breska þingsins, sagði allflesta hagfræðinga sammála um að Brexit yrði slæmt fyrir hagkerfið. „Í raun og veru hef ég ekki séð hagfræðing sem mælir með því að við förum úr sambandinu,“ sagði Þóra í gær. Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP), sagði allt benda til þess að Bretar hefðu kosið gegn aðskilnaði. „Það lítur út fyrir að Evrópusinnar vinni með minnsta mun. Hvorki ég né UKIP erum þó að fara neitt og flokkurinn mun halda áfram að styrkjast í framtíðinni,“ sagði Farage í gær. Farage hefur barist fyrir Brexit í um tvo áratugi. „Hvort sem þið hatið hann eða elskið hann, þá er þetta dagur Nigels Farage. Án hans hefði ekki verið hægt að kjósa um aðskilnað,“ segir í fyrirsögn fréttar Telegraph frá því í gær. Nokkrir Bretar lýstu á samfélagsmiðlum áhyggjum af því að kosningasvindl væri í uppsiglingu, því eingöngu hafi verið boðið upp á að fylla út kjörseðla með blýanti en ekki penna. Frá þessu greindi The Guardian. Talskona kosningastjórnarinnar sagði þó ekkert í lögum kveða á um penna eða blýanta. „Kjósendum er velkomið að koma með sína eigin penna,“ sagði hún.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. júníNigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands, gengur út af kjörstað. Nordicphotos/AFP
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira