Erlent

Obama tjáir sig um dauða Sterling og Castile

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Obama segir atvikin minna á brotalamirnar í kerfinu.
Obama segir atvikin minna á brotalamirnar í kerfinu. Vísir/EPA
Barack Obama segir að allir Bandaríkjamenn ættu að vera mæddir vegna morðanna á Alton Sterling í Baton Rouge í Louisiana-ríki og Philando Castile í Falcon Heights Minnesota-ríki, Bandaríkjunum. Báðir mennirnir eru svartir og voru drepnir af lögreglumönnum fyrir litlar sem engar sakir í vikunni að því er virðist af myndböndum sem birtust í kjölfar atburðanna.

„Við höfum séð harmleiki sem þessa alltof oft og hjörtu okkar slá fyrir fjölskyldurnar og samfélögin sem þjást yfir missi sínum,“ skrifaði Obama í yfirlýsingu á Facebook-síðu sína í kvöld. „Þrátt fyrir að ég eigi erfitt með að tjá mig um einstaka staðreyndir í þessum málum þá þykir mér það uppörvandi að dómsmálaráðuneytið hafi hafið rannsókn í Baton Rouge og ég hef fulla trú á fagmennsku þeirra og getu til að sinna rannsókninni af hugulsemi, vandvirkni og sanngirni.“

Obama sagði þó að sama hver niðurstaða slíkra rannsókna yrði að þá væri ljóst að atvik sem þessi væru ekki einangruð tilvik. „Þau minna á víðtækari áskoranir sem löggæslukerfið okkar glímir við, kynþáttamismununin sem birtast í kerfinu okkar ár eftir ár og þverrandi traust á milli löggæsluyfirvalda og samfélaganna sem þau eiga að þjóna.“ 

Hér að neðan má lesa yfirlýsingu Obama í heild sinni.


Tengdar fréttir

Skotinn við hlið kærustunnar

Enn á ný hafa bandarískir lögreglumenn komist í kastljós fjölmiðla fyrir að drepa þeldökka menn að ástæðulausu. Í fyrrakvöld var Philando Castile skotinn í Minnesota, daginn áður Alton Sterling í Louisiana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×