Erlent

Loka vinsælum ferðamannastað vegna ágangs

Vísir/GETTY
Taílendingar hafa ákveðið að loka eyjunni Koh Tachai fyrir ferðamönnum og er ástæðan sú að ágangur þeirra er farinn að hafa neikvæð áhrif á náttúrulífið þar. Eyjan er hluti af Similan þjóðgarðinum og er hún afar vinsæl á meðal ferðamanna og ekki síst kafara.

Margir þjóðgarðar Taílands loka alltaf á meðan á regntímabilinu stendur en í þetta sinn mun eyjan ekki opna á ný. Ekki er ljóst hvort, og þá hvenær, eyjan verður opnuð á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×