Erlent

Krúttmyndband kvöldsins: Svona líta heimsins minnstu apar út

Bjarki Ármannsson skrifar
Iti og Gomez ásamt umráðaapa.
Iti og Gomez ásamt umráðaapa.
Sum dýraafkvæmi eru einfaldlega krúttlegri en önnur. Symbio-dýragarðurinn í Ástralíu hefur slegið í gegn á Facebook í kvöld með myndbandi sem forsvarsmenn dýragarðsins halda fram að sýni þau allra krúttlegustu í heiminum.

Myndskeiðið er af nýfæddu apaköttunum Iti og Gomez sem komu í heiminn á dögunum. Þeir eru dvergsilkiapar frá Suður-Ameríku, en það er minnsta tegund apa sem til er. Fullvaxinn dvergsilkiapi vegur aðeins um hundrað grömm en þeir Iti og Gomez eiga langt í það og eru sagðir hafa vegið um fimmtán grömm er þeir fæddust.

World's smallest monkeys have world's cutest babies

World's smallest monkeys 'Iti and Gomez, the pygmy marmosets', have celebrated the arrival of two precious little miracles, weighing in at just 15gms.

Posted by Symbio Wildlife Park on 7. mars 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×