Erlent

Tíu manns stungnir með hnífi í Tel Aviv

Atli Ísleifsson skrifar
Af vettvangi fyrr í dag.
Af vettvangi fyrr í dag. Vísir/AFP
Að minnsta kosti einn er látinn og níu særðir eftir hnífaárás manns í Jaffa, hafnarhverfi ísraelsku borgarinnar Tel Aviv fyrr í dag.

Að sögn lögreglu réðst maðurinn fyrst gegn gangandi í hinu fjölmenna Jaffa-hverfi áður en hann hélt í átt að nálægum veitingastað þar sem fjórir til viðbótar særðust. Fimm hinna særðu eru með alvarlega ávarka.

Árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögreglumönnum, en ísraelsk lögregla hefur ekki gefið upp nafn hans. Borgarstjóri Tel Aviv segir árásarmanninn hafa verið „palestínskan hryðjuverkamann“.

Árásin á sér stað á sama tíma og Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, heimsækir landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×