Dagur Sigurðsson og Þórir Hergeirsson eru í hópi þeirra sem hafa verið tilnefndir sem þjálfari ársins af Alþjóðahandknattleikssambandinu, IHF.
Dagur sló í gegn á EM í Póllandi þar sem hann leiddi sína menn í Þýskalandi óvænt til sigurs, þrátt fyrir að meiðsli lykilmanna hafi sett strik í reikninginn.
Hann er tilnefndur í flokki þjálfara karlaliða ásamt Valero Rivera (Katar), Claude Onesta (Frakkland), Christian Berge (Noregur) og Michael Biegler (Póllandi).
Þórir Hergeirsson varð heimsmeistari með lið sitt, Noreg, á HM í Danmörku í lok síðasta árs. Norðmenn eru þar að auki ríkjandi Evrópu- og Ólympíumeistarar.
Aðrir sem eru tilnefndir í flokki þjálfara kvennaliða eru Henk Groener (Holland), Dragan Adzic (Svartfjallaland), Tomas Robert Ryde (Rúmenía) og Ecgeniy Trefilov (Rússland).
Hægt er að taka þátt í kosningunni hér.
Dagur og Þórir tilnefndir sem þjálfari ársins
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Allt annað en sáttur með Frey
Fótbolti




Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn

Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United
Enski boltinn