Fótbolti

Fyrrum leikmaður Ajax og AC Milan orðinn samherji Emils

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Urby Emanuelson.
Urby Emanuelson. Vísir/Getty
Hellas Verona hefur fengið liðstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins en liðið samdi við hollenska vinstri bakvörðinn Urby Emanuelson.

Urby Emanuelson var laus allra mala og kostar Hellas Verona liðið því ekki neitt.

Emil Hallfreðsson og félagar í Hellas Verona eru í neðsta sæti deildarinnar með aðeins 8 stig í 17 leikjum. Liðið er átta stigum frá öruggu sæti og þarf því að fara að safna stigum ætli liðið sér ekki að fall úr A-deildinni.

Urby Emanuelson lék bæði með AS Roma og Atalanta á síðasta tímabili. Gerði eins árs samning við Roma fyrir tímabilið en fór síðan til Atalanta í janúar.

Emanuelson hafði ekkert spilað á fyrri hluta þessa tímabils en hefur verið að æfa með AC Milan. Hann var að reyna að finna sér nýtt lið og Luigi Delneri, nýr þjálfari Verona-liðsins, ákvað að veðja á hann.

Urby Emanuelson er 29 ára gamall og á að baki 17 landsleiki fyrir Holland. Hann spilaði 173 leiki fyrir Ajax á árunum 2004 til 2011 og 75 leiki fyrir AC Milan frá 2011 til 2014.

Emanuelson getur spilað fleiri stöður á vellinum en vinstri bakvörð en hann hefur einnig spilað framar á vellinum og þá sérstaklega þegar hann lék fyrir Massimiliano Allegri hjá AC Milan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×