Erlent

Fjölmenn mótmæli fjórðu vikuna í röð

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Mótmælendur krefjast afsagnar forsetans.
Mótmælendur krefjast afsagnar forsetans. vísir/epa
Tugþúsundir mótmælenda komu saman í miðbæ Seol í Suður-Kóreu í dag, fjórða laugardaginn í röð, til þess að krefjast afsagnar forsetans, Park Geun-hye. Talið er að um 500 þúsund hafi sótt mótmælin í dag en þau fóru nokkuð friðsamlega fram, að sögn þarlendra yfirvalda.

Mótmælin fara fram vegna umfangsmikils spillingarmáls sem Geun-hye er sögð flækt í. Hún er sökuð um að hafa látið vinkonu sinni, Choi Soon-sil, í té ýmsar trúnaðarupplýsingar og leyft henni að taka þátt í mikilvægum ákvarðanatökum. Vinkonan er sögð hafa nýtt sér þessar upplýsingar til fjárkúgunar. Hún var handtekin fyrr í þessum mánuði.

Geun-hye hefur tvívegis beðist afsökunar í beinum sjónvarpsútsendingum, en segir ekki koma til greina að segja af sér embættinu.

Mótmæli síðastliðinna vikna eru þau mestu frá árinu 1987.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×