Enski boltinn

Forráðamenn AC Milan íhuga boð í Sturridge

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daniel Sturridge og Jürgen Klopp.
Daniel Sturridge og Jürgen Klopp. Vísir/Getty
Forráðamenn ítalska félagsins AC Milan eru að undirbúa boð í enska framherjann Daniel Sturridge sem leikur með Liverpool.

Þessi 27 ára leikmaður hefur verið gríðarlega óheppinn með meiðsli undanfarin ár og aðeins náð að vera í byrjunarliðinu hjá Liverpool í fjórum leikjum.

Framtíð hans hjá Liverpool er í mikilli óvissu og er talið líklegt að Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, muni selja leikmanninn.

Samkvæmt ítölskum miðlum mun Milan bjóða 25 milljónir punda í Sturridge og það strax í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×