Viðræðum flokkanna fimm slitið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. desember 2016 14:45 Frá fundinum. vísir/anton brink Óformlegum viðræðum Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Vinstri grænna var slitið á fundi formanna flokkanna rétt í þessu, upp úr klukkan hálf þrjú. Flokkarnir hafa átt í viðræðum um mögulega stjórnarmyndun frá því að Píratar tóku við stjórnarmyndunarumboðinu fyrir tíu dögum. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, mun því skila umboðinu til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands klukkan 17, en hún tilkynnti þetta að fundi loknum. Fundur formannanna átti upphaflega að hefjast klukkan 12. Fundinum var hins vegar frestað um rúman hálftíma að beiðni Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, þar sem fundur þingflokksins hafði dregist á langinn. Fundur formanna stóð því yfir í tæpar tvær klukkstundir. Þingmenn flokkanna hittust á fundi seint í gær til að taka ákvörðun um næstu skref og samþykktu þá þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata að halda viðræðum áfram. Hinir flokkarnir; Viðreisn, Björt framtíð og Vinstri græn greindu ekki frá afstöðu sinni. Sex vikur eru liðnar frá kosningum og fróðlegt verður að sjá hver næstu skref verða. Til þessa hefur forseti Íslands tilkynnt daginn eftir að umboði er skilað hver fær umboðið næst. Formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Pírata hafa nú spreytt sig með umboðið og hafa formlegar og óformlegar viðrærður staðið yfir undanfarnar vikur. Fróðlegt verður að sjá hvort forseti Íslands láti formann Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Framsóknar eða Samfylkingar fái umboðið eða hvort hreinlega verði boðað til kosninga að nýju.Vísir verður með beina útsendingu frá Bessastöðum þegar Birgitta mætir á fund forseta. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vantraust ríkir á milli VG og Viðreisnar í stjórnarviðræðum Formlegar stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka hefjast ekki í dag eins og stóð til. Samtal flokkanna heldur áfram um helgina. Fundarmönnum þykir flokkarnir hafa þokast nær varðandi tekjuöflun ríkisins. 9. desember 2016 07:15 Fátt því til fyrirstöðu að boða aftur til kosninga Formenn tveggja stærstu flokkanna hafa tekið jákvætt í þær hugmyndir að boða aftur til alþingiskosninga. Starfandi forsætisráðherra og forseta þarf til að rjúfa þing og boða til kosninga. Fáar reglur gilda um þá stöðu sem nú er upp 10. desember 2016 07:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Óformlegum viðræðum Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Vinstri grænna var slitið á fundi formanna flokkanna rétt í þessu, upp úr klukkan hálf þrjú. Flokkarnir hafa átt í viðræðum um mögulega stjórnarmyndun frá því að Píratar tóku við stjórnarmyndunarumboðinu fyrir tíu dögum. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, mun því skila umboðinu til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands klukkan 17, en hún tilkynnti þetta að fundi loknum. Fundur formannanna átti upphaflega að hefjast klukkan 12. Fundinum var hins vegar frestað um rúman hálftíma að beiðni Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, þar sem fundur þingflokksins hafði dregist á langinn. Fundur formanna stóð því yfir í tæpar tvær klukkstundir. Þingmenn flokkanna hittust á fundi seint í gær til að taka ákvörðun um næstu skref og samþykktu þá þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata að halda viðræðum áfram. Hinir flokkarnir; Viðreisn, Björt framtíð og Vinstri græn greindu ekki frá afstöðu sinni. Sex vikur eru liðnar frá kosningum og fróðlegt verður að sjá hver næstu skref verða. Til þessa hefur forseti Íslands tilkynnt daginn eftir að umboði er skilað hver fær umboðið næst. Formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Pírata hafa nú spreytt sig með umboðið og hafa formlegar og óformlegar viðrærður staðið yfir undanfarnar vikur. Fróðlegt verður að sjá hvort forseti Íslands láti formann Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Framsóknar eða Samfylkingar fái umboðið eða hvort hreinlega verði boðað til kosninga að nýju.Vísir verður með beina útsendingu frá Bessastöðum þegar Birgitta mætir á fund forseta.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vantraust ríkir á milli VG og Viðreisnar í stjórnarviðræðum Formlegar stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka hefjast ekki í dag eins og stóð til. Samtal flokkanna heldur áfram um helgina. Fundarmönnum þykir flokkarnir hafa þokast nær varðandi tekjuöflun ríkisins. 9. desember 2016 07:15 Fátt því til fyrirstöðu að boða aftur til kosninga Formenn tveggja stærstu flokkanna hafa tekið jákvætt í þær hugmyndir að boða aftur til alþingiskosninga. Starfandi forsætisráðherra og forseta þarf til að rjúfa þing og boða til kosninga. Fáar reglur gilda um þá stöðu sem nú er upp 10. desember 2016 07:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Vantraust ríkir á milli VG og Viðreisnar í stjórnarviðræðum Formlegar stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka hefjast ekki í dag eins og stóð til. Samtal flokkanna heldur áfram um helgina. Fundarmönnum þykir flokkarnir hafa þokast nær varðandi tekjuöflun ríkisins. 9. desember 2016 07:15
Fátt því til fyrirstöðu að boða aftur til kosninga Formenn tveggja stærstu flokkanna hafa tekið jákvætt í þær hugmyndir að boða aftur til alþingiskosninga. Starfandi forsætisráðherra og forseta þarf til að rjúfa þing og boða til kosninga. Fáar reglur gilda um þá stöðu sem nú er upp 10. desember 2016 07:15