Innlent

Búast við hátt í þúsund hælisumsóknum á árinu

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Enn heldur hælisumsóknum áfram að fjölga á Íslandi en það sem af er ári hafa hátt í sjö hundruð manns sótt um vernd. Samkvæmt spám Útlendingastofnunar mun heildarfjöldi umsókna í ár vera hátt í eitt þúsund umsóknir.

684 einstaklingar hafa sótt um vernd það sem af er ári. Í fyrra voru umsóknir 354 og 176 árið þar á undan.

Einstaklingarnir sem sótt hafa um hæli á árinu koma frá fimmtíu löndum en fjölmennastir eru Albanir og Makedónar.

Samkvæmt spám Útlendingastofnunar mun heildarfjöldi umsókna í ár verða hátt í eitt þúsund umsóknir.

Á fyrstu níu mánuðum ársins fékkst niðurstaða í 487 hælismál. 275 mál voru tekin til efnislegrar meðferðar, 146 mál voru afgreidd með endursendingu á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar, 25 umsækjendum var synjað því þeir höfðu þegar fengið vernd annars staðar og 41 umsækjandi dró umsókn sína til baka.

Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, segir húsnæðismál hælisleitenda vera eitt stærsta vandamálið um þessar mundir og að enn sé verið að leita leiða til að bregðast við því.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×