Erlent

Særði sex í hnífaárás og kveikti í lest

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Svissneska lögreglan stýrir umfangsmiklum aðgerðum á vettvangi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Svissneska lögreglan stýrir umfangsmiklum aðgerðum á vettvangi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/EPA
Maður með hníf kveikti í lest í Sviss í dag. Sex eru særðir eftir árásina en flestir þeirra særðu eru bæði með bruna- og stungusár. Árásin átti sér stað nærri lestarstöðinni Salez í St Gallen Canton en staðurinn er nálægt Lichtenstein.

Sá sem grunaður er um árásina er 27 ára Svisslendingur aðþví er fram kemur á BBC. Hann var fluttur á spítala. Maðurinn kveikti í eldfimum vökva áður en hann réðst að fólki í lestinni með hnífi.

Engar upplýsingar hafa komið fram um hvers vegna maðurinn lét til skarar skríða. Umfangsmikil rannsókn er í gangi á vettvangi. Nokkrir tugir farþega voru í lestinni þegar maðurinn kveikti í. Meðal þeirra slösuðu er sex ára barn og tveir sautján ára unglingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×