Enski boltinn

Jafnt í fyrsta leik Koeman

Everton og Tottenham skyldu jöfn í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag en eftir að Ross Barkley kom Everton yfir náði Erik Lamela að bjarga stigi fyrir Tottenham.

Barkley skoraði fyrsta mark leiksins með aukaspyrnu af 35 metra færi en það var heldur slysalegt fyrir Hugo Lloris í marki Tottenham.

Sendi Barkley boltann inn í teiginn en engum leikmanni Everton tókst að snerta boltann og sigldi hann því áfram og í fjærhornið.

Everton leiddi í hálfleik en Lamela jafnaði metin snemma leiks í seinni hálfleik með skalla eftir fyrirgjöf frá Kyle Walker.

Tottenham var líklegri aðilinn seinasta hálftíma leiksins og fékk nýjasti sóknarmaður liðsins, Vincent Janssen, besta færi seinni hálfleiks en Martin Stekelenburg varði vel frá honum af stuttu færi.

Lauk leiknum með 1-1 jafntefli og hefst því stjóratíð Ronald Koeman hjá Everton með jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×