Erlent

Foreign Policy lýsir yfir stuðningi við Clinton

Atli Ísleifsson skrifar
Hillary Clinton og Donald Trump mættust í kappræðum á sunnudagskvöldið.
Hillary Clinton og Donald Trump mættust í kappræðum á sunnudagskvöldið. vísir/getty
Bandaríska tímaritið Foreign Policy hefur lýst opinberlega yfir stuðningi við forsetaframbjóðandann Hillary Clinton. Þetta er í fyrsta sinn í hálfa öld sem tímaritið tekur afstöðu til forsetaframbjóðenda með þessum þætti.

„Við verðum að greina frá því hvað Bandaríkjunum myndi stafa mikil hætta af Trump sem forseta,“ skrifar tímaritið í sérstakri grein til stuðnings framboðs Clinton.

Foreign Policy hefur um árabil verið í hópi fárra fjölmiðla sem taka ekki afstöðu til einstakra frambjóðenda í stjórnmálum. Óttinn við Trump sem forseta hefur þó fengið blaðið til að rjúfa hefðina, og virðist sem stuðningurinn við Clinton snúist að stórum hluta um mikla andstöðu blaðsins við Trump.

Blaðið leggjur jafnframt áherslu að það sé ekki einungis Bandaríkjunum sem stafi hætta af Trump, heldur öryggi og efnahag heimsins alls. Hafi Trump ítrekað sýnt fram á vanhæfi sitt til að gegna embættinu og sýnt fram á vankunnáttu á utanríkismálum. Þannig hafi Trump til að mynda ítrekað móðgað Mexíkó og lýst yfir stuðningi við pyndingar og fleiri brotum gegn alþjóðalögum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×