Innlent

Banna sölu á skotkökum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Alvarleg hættarer fólgin í notkun CAKE-skotelda frá E-þjónustunni.
Alvarleg hættarer fólgin í notkun CAKE-skotelda frá E-þjónustunni. vísir/vilhelm
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um sölubann á CAKE-skoteldum frá E-þjónustunni. Við prófun kom í ljós að þegar skotkökur af þessari tegund voru prófaðar leið of langur tími frá því að kveikt var á kveikiþræði þar til kviknaði á skotkökunni.

Í frétt á vef Neytendastofu segir að alvarleg hætta sé fólgin í því að fólk telji að ekki hafi kviknað í skotkökunni og snýr aftur að kökunni sem þá tekur að springa. Um kveikitíma skotelda gilda sett ákvæði í stöðlum.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×