Enski boltinn

The Sun: Gylfi ætlar að skrifa undir nýjan samning við Swansea

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi í leik gegn Liverpool á síðasta tímabili.
Gylfi í leik gegn Liverpool á síðasta tímabili. vísir/epa
Gylfi Þór Sigurðsson er ekki á leið til Everton en ætlar þess í stað að skrifa undir nýjan samning við Swansea. Þetta kemur fram í frétt The Sun í dag.

Gylfi hefur einnig verið orðaður við Leicester City og Southampton í sumar samkvæmt heimildum The Sun ætlar hann að halda kyrru fyrir hjá Swansea.

Gylfi á tvö ár eftir af samningi sínum við Swansea en talið er að hann muni skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við velska félagið.

Gylfi skoraði 11 mörk í 33 leikjum fyrir Swansea á síðasta tímabili og átti stóran þátt í því að liðið bjargaði sér frá falli.

Swansea endaði í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fyrra en liðið er að hefja sitt sjötta tímabil í röð í úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×