Enski boltinn

Liverpool hefndi ófaranna gegn City | Sjáið mörk Liverpool

Liverpool-menn fagna einu marka sinna í kvöld.
Liverpool-menn fagna einu marka sinna í kvöld. Vísir/Getty
Liverpool náði að hefna ófaranna síðan úr úrslitaleik enska deildarbikarsins á sunnudaginn gegn Manchester City, en Liverpool vann viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í kvöld 3-0.

Þeir rauðklæddu úr Bítlaborginni léku gífurlega vel í kvöld og voru greinilega staðráðnir í að bæta upp fyrir tapið í vítaspyrnukeppni gegn City á Wembley á sunnudaginn.

Adam Lallana kom Liverpool yfir með marki af löngu færi á 34. mínútu, en setja má spurningamerki við Joe Hart í því marki. Markið má sjá neðst í fréttinni.

Sjö mínútum síðar skoraði James Milner eftir undirbúning Roberto Firmino, en Milner að skora gegn sínum gömlu félögum. Staðan 2-0 í hálfleik.

Roberto Firmino skoraði þriðja og síðasta mark Liverpool á 57. mínútu og frábær Liverpool sigur staðreynd, en lokatölur urðu 3-0.

Liverpool er því komið upp í áttunda sæti deildarinnar, en þeir eru með 41 stig. Þeir eru sex stigum frá Meistaradeildarsæti, en City er í fjórða sætinu með 47 stig. Þeir eru því tíu stigum á eftir toppliði Leicester og útlitið ekki bjart hjá City.

Adam Lallana kemur Liverpool í 1-0 James Milner kemur Liverpool í 2-0 Roberto Firmino skorar þriðja mark Liverpool

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×