Erlent

Konur fá frí þegar þær fara á túr

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Stjórnandi fyrirtækisins segir konur hafa verið í vinnunni, þjakaðar af verkjum, en ekki viljað fara heim.
Stjórnandi fyrirtækisins segir konur hafa verið í vinnunni, þjakaðar af verkjum, en ekki viljað fara heim. vísir/getty
Fyrirtæki í Bristol í Bretlandi hyggst taka upp nokkurs konar „túrstefnu“ og bjóða þannig kvenkyns starfsmönnum sínum upp á sveigjanleika á þeim tíma mánaðarins sem þær fara á blæðingar.

 

Fyrirtækið, sem heitir Co-Extist, ætlar að leyfa konum að taka sér frí þann tíma sem þær eru á blæðingum og vinna tímana upp síðar. Stjórnandi fyrirtækisins, Bex Baxter, segir konur hafa verið í vinnunni, þjakaðar af verkjum, en ekki viljað fara heim.

„Konur vilja ekki vera álitnar lakari starfsmenn vegna þess að þær þurfa að taka sér þegar þær eru á blæðingum,“ segir Baxter í samtali við BBC.

Talið er að Co-Exist sé eitt af fyrstu fyrirtækjunum í Bretlandi til að bjóða konum upp á túrfrí. Sambærilegir frídagar fyrir konur eru hins vegar við lýði í Japan, Suður-Kóreu og Tævan og á ýmsum stöðum í Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×