Erlent

360 gráðu myndband af dýrustu lestarstöð heims

Samúel Karl Ólason skrifar
World Trade Center Transportation Hub.
World Trade Center Transportation Hub. Vísir/Getty
World Trade Center Transportation Hub verður dýrasta lestarstöð sögunnar þegar byggingu hennar verður lokið. Verkið hefur tekið um tvöfalt lengri tíma en til stóð og hefur kostað um tvöfalt meira en reiknað var með. Heildarkostnaður byggingarinnar er um fjórir milljarðar dala, um 520 milljarðar króna.

Reiknað er með að lestarstöðin verði tekin í almenna notkun í þessum mánuði.

Blaðamenn Gizmodo fóru á dögunum og gerðu 360 gráðu myndband af lestarstöðinni, sem sjá má hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×