Enski boltinn

Klopp: Saga félagsins, nafnið mitt og nöfn leikmanna ekki nóg til að ná árangri

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. vísir/getty
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, veit að Liverpool á að berjast um Englandsmeistaratitilinn og það langar hann að gera á næstu árum.

Liverpool situr með Liverpool í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en fær tækifæri til að hefna fyrir tapið í úrslitum deildabikarsins þegar liðið tekur á móti Manchester City í kvöld.

Að berjast um titla er það sem Klopp vill gera með Liverpool-liðið á næstu árum en til þess þarf meira en mikla hefð og flotta leikmenn.

„Við náum ekki árangri bara vegna sögu félagsins, nafna leikmannanna og nafns knattspyrnustjórans,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í gær.

„Það eru vandamál hjá liðinu en við erum í góðri aðstöðu til að leysa þau. Hvað það tekur svo langan tíma er önnur spurning.“

„Tími er mikilvægur. Ekkert lið á Englandi getur unnið deildina fimm eða sex sinnum í röð því öll liðin hafa svo mikinn pening á milli handanna. Það er hægt að berjast um titilinn og það þurfum við að gera í framtíðinni. Til að gera það þurfum við að taka réttar ákvarðanir.“

„Mér líður frábærlega hjá Liverpool. Hér leggja allir mikið á sig. Leikmennirnir þurfa smá hjálp við að ráða við utanaðkomandi pressu. Ég get alveg ráðið við hana,“ sagði Jürgen Klopp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×