Enski boltinn

Strákarnir okkar gætu spilað fyrir luktum dyrum í Frakklandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stade de France hýsir upphafsleik Evrópumótsins.
Stade de France hýsir upphafsleik Evrópumótsins. vísir/getty
Leikir á Evrópumótinu í fótbolta í Frakklandi í sumar gætu farið fram fyrir luktum vegna hryðjuverkaógnar, en skipuleggjendur mótsins eru við öllu búnir.

UEFA er að teikna upp áætlun til að geta brugðist við hverju því sem kemur upp á, en einnig gætu leikir verið færðir á milli valla með litlum fyrirvara.

Þetta er vitaskuld gert í ljósi hryðjuverkanna sem áttu sér stað í París í nóvember á síðasta ári þar sem menn í sprengjuvestum reyndu t.am. að koma sér inn á Stade de France og myrða þar áhorfendur á leik Frakklands og Þýskalands.

„Ef það kemur upp eitthvað öryggisatriði þurfum við að spila leik án áhorfenda,“ segir Martin Kallen, framkvæmdastjóri Evrópumótsins, í viðtali við BBC.

„Það gæti farið svo að leikjum verði frestað eða spilaðir síðar sama dag en áætlað er. Það eru samt engin merki þess í dag að við þurfum að glíma við neitt slíkt.“

Upphafsleikur Evrópumótsins verður viðureign Frakklands og Rúmeníu á Stade de France 10. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×