Erlent

Að minnsta kosti fjórir látnir eftir skjálftann

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Björgunarmenn sinna eldri konu eftir skjálftann.
Björgunarmenn sinna eldri konu eftir skjálftann. vísir/getty
Uppfært klukkan 22.50: Að minnsta kosti fjórir hafa fundist látnir eftir skjálftann og hundruð eru slasaðir, samkvæmt japanska miðlinum NHK.

Að minnsta kosti einn er látinn eftir öflugan jarðskjálfta sem skók suðurhluta Japans fyrr í dag. Jarðskjálftinn, sem var af stærðinni 7,3, átti upptök sín á 10 kílómetra dýpi en annar öflugur jarðskjálfti varð á svipuðum slóðum í gær. Þá létust níu manns.

Skjálftinn sem varð í dag var mun öflugri en sá sem varð í gær og varð hans vart á mun stærra svæði. Skjálftinn varð að nóttu til og samkvæmt frétt BBC hefur reynst erfitt að meta eyðilegginguna vegna myrkurs en óttast er að hús hafi hrunið og fólk sé fast í rústunum.

Þúsundir hafa flúið út á götur bæja og borga á svæðinu og dvelja þar og í almenningsgörðum en fjöldi eftirskjálfta hafa orðið á svæðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×