Erlent

Hrökklast úr em­bætti eftir sjálfs­morðs­sprengju­á­rásir

Jóhann Óli eiðsson skrifar
Jacqueline Galant hrökklaðist úr embætti.
Jacqueline Galant hrökklaðist úr embætti. vísir/epa
Jacqueline Galant hefur sagt af sér sem samgönguráðherra Belgíu. Galant steig þetta skref eftir ásakanir um að hún hefði látið hjá líða að bregðast við viðvörunum um bresti í öryggismálum Zaventem-flugvallar. Fjallað er um málið á BBC.

Þann 22. mars síðastliðinn var gerð sjálfsmorðssprengjuárás á flugvöllinn og nærliggjandi lestarstöð. 32 létu lífið í árásunum og hundruðir særðust.

Ákall stjórnarandstöðunnar um afsögn Galant var hávær en þeir láku til að mynda skýrslu, sem bundin var trúnaði, frá því í fyrra þar sem öryggismál flugvallarins voru gagnrýnd. Nýjasta skjalið lak út í gær.

Forsætisráðherra landsins, Charles Michel, hafði varið ráðherra sinn áður og tjáð fjölmiðlum og þinginu að skýrslan hefði aldrei skilað sér inn í ráðuneyti Galant. Gögnin sem láku í gær benda hins vegar til annars. Afsögn ráðherrans þótti því óumflýjanleg.


Tengdar fréttir

Aftur flogið til og frá Brussel

Flugumferð hófst um Zaventem-flugvöll í Brussel í dag, tólf dögum frá hryðjuverkaárás á flugvöllinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×