Fréttaskýring: Það kvað vera fallegt í Kína Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Alex Teixeira kostaði 50 milljónir evra. vísir/getty Kína virðist vera orðið nýja fyrirheitna landið í fótboltanum. Þar er nóg til af peningum og þangað streyma þekktir leikmenn í áður óþekktum mæli. Síðast í gær gekk Hebei China Fortune, sem er nýliði í kínversku ofurdeildinni, frá kaupunum á argentínska landsliðsmanninum Ezequiel Lavezzi. Kaupverðið var s.s. ekki hátt, tæpar 760 milljónir króna, enda var samningur Argentínumannsins við Paris Saint-Germain að renna út. En launatölurnar eru svimandi háar. Talið er að Lavezzi muni fá tæpa tvo milljarða króna í árslaun sem gera hann að fimmta launahæsta leikmanni heims, á eftir Cristiano Ronaldo, Lionel Messi, Zlatan Ibrahimovic og Thomas Müller. Sjötti maður á lista er svo kólumbíski framherjinn Jackson Martínez sem gekk nýverið í raðir kínversku meistaranna í Guangzhou Evergrande. Martínez var keyptur á tæplega 5,8 milljarða króna og talið er að hann fái tæplega 1,8 milljarða króna í árslaun. Bestu leikmennirnir í Kína eru því að fá sæmilega greitt fyrir vinnu sína.Eriksson og lærisveinar hans í Shanghai SIPG enduðu í 2. sæti kínversku ofurdeildarinnar í fyrra.vísir/gettyEkki stórt á landakorti fótboltans Félagaskiptaglugginn í Kína opnaðist á fyrsta degi ársins og lokast á föstudaginn eftir viku. Og þegar þessi orð eru skrifað hafa kínversku liðin eytt tæplega 40,6 milljörðum króna í leikmenn í vetur samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt. Til samanburðar eyddu liðin í ensku úrvalsdeildinni tæplega 35 milljörðum króna í janúarglugganum. Öll vötn virðast því falla til Kína í augnablikinu. Þótt Kína sé þriðja stærsta land heims að flatarmáli og það fjölmennasta hefur það aldrei verið stórt á landakorti fótboltans. Kínverska landsliðið hefur aldrei verið gott og aðeins einu sinni komist í lokakeppni heimsmeistaramótsins. Það var árið 2002 þegar Kína tapaði öllum þremur leikjum sínum með markatölunni 0-9. Það er þó að birta til á kínverska fótboltahimninum en peningarnir flæða inn í boltann þar í landi. Það hjálpar líka til að forseti Kína, Xi Jinping, er mikill fótboltaáhugamaður og vill veg íþróttarinnar sem mestan. Í fyrra gaf Jinpeng út stefnuyfirlýsingu um uppbyggingu fótboltans í Kína. Takmarkið er að halda HM og verða heimsmeistari og þá stefnir Jinping að því að íþróttahagkerfið í Kína verði metið á 850 milljarða dollara árið 2025. Sven-Göran Eriksson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, hefur starfað í Kína frá 2013 og segir framtíð fótboltans þar í landi bjarta. „Stærstu liðin í Kína geta keppt við stórliðin Evrópu um leikmenn,“ sagði Eriksson í samtali við Expressen á dögunum en hann þjálfar nú lið Shanghai SIPG.graf/fréttablaðiðHöfðu betur gegn Liverpool Skýrasta dæmið um þennan aukna mátt kínversku liðanna á félagaskiptamarkaðnum eru kaup Jiangsu Suning á Brasilíumanninum Alex Teixeira. Jiangsu, sem íslensku landsliðsmennirnir Viðar Örn Kjartansson og Sölvi Geir Ottesen léku með á síðasta tímabili, hafði betur í baráttu við Liverpool sem gat ekki keppt við fjárhagslegt bolmagn Jiangsu. Teixeira kostaði tæpa sjö milljarða króna en hann er, alla vega enn sem komið er, dýrasti leikmaður í sögu kínversku ofurdeildarinnar. Jiangsu hefur heldur betur látið til sín taka á félagaskiptamarkaðinum í vetur en liðið keypti einnig Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea fyrir tæpa fjóra milljarða króna. Þótt kínversku liðin hafi verið að kaupa suður-ameríska landsliðsmenn á góðum aldri eiga þau enn eftir að landa evrópskri stórstjörnu. Eins og staðan er í dag velja þær frekar að fara til Bandaríkjanna þegar fer að síga á seinni hlutann á þeirra ferli. Bandaríkin hafa meira aðdráttarafl og þá sérstaklega stórborgir á borð við Los Angeles og New York þangað sem leikmenn á borð við Steven Gerrard, Frank Lampard, Andrea Pirlo og David Villa hafa farið á undanförnum misserum. Eriksson segir þó að það styttist í að allra stærstu stjörnurnar í Evrópu færi sig um set til Kína. „Það er sennilega ekki svo langt þangað til leikmenn á borð við Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney fari til kínverskra stórliða,“ sagði Svíinn í áðurnefndu viðtali. Þar segir hann einnig að þótt stóru félagaskiptin fái eðlilega mestu athyglina sé margt gott að gerast bak við tjöldin í kínverskum fótbolta.Jackson Martínez entist aðeins hálfa leiktíð í Madríd.vísir/gettySkipulögð þróun „Þetta er bara byrjunin. Kínverjar verða stór fótboltaþjóð. Það gerist fyrst hjá félagsliðunum. Við þurfum kannski að bíða í áratug eftir að kínverska landsliðið verði komið í fremstu röð. Áhuginn er gríðarlega mikill og vex með hverjum degi,“ sagði Eriksson og bætti við: „Það er verið að opna fótboltaskóla um allt land en þetta gerist ekki á einni nóttu. Þessi þróun er nauðsynleg því grasrótarstarfið í Kína hefur ekki verið gott og of fáir hafa átt kost á því að spila fótbolta.“ Eins og áður sagði fara peningarnir ekki bara í erlendar stórstjörnur heldur er þeim einnig eytt í unglingastarfið sem er lífsnauðsynlegt ef kínverska landsliðið ætlar að láta til sín taka á næstu árum eða áratugum. Útlendingareglurnar í kínversku deildinni miða einnig að því að þróa þarlenda leikmenn. Þannig má hvert lið aðeins hafa fimm leikmenn sem eru ekki frá Kína innan sinna raða og einn þeirra þarf að vera frá öðru landi í Asíu. Og þá mega aðeins fjórir erlendir leikmenn vera inni á vellinum í einu. Meirihluti byrjunarliðs liðanna verður því alltaf skipaður kínverskum leikmönnum. Flautað verður til leiks í kínversku deildinni 4. mars og miðað við þróunina bætast eflaust fleiri stór nöfn í hóp þeirra leikmanna sem hafa nú þegar fært sig um set til Kína, nýja fyrirheitna landsins í fótboltanum þar sem drýpur smjör af hverju strái. Það verður svo að koma í ljós hvort þetta kínverska vor sé bara bóla eða eitthvað annað og meira. Það er alla vega margt sem bendir til þess. Fótbolti Tengdar fréttir Tevez hafnaði gylliboði frá Kína Carlos Tevez hefur ákveðið að halda tryggð við uppeldisfélagið Boca Juniors í Argentínu þrátt fyrir sannkallað ofurtilboð frá kínverska liðinu Shanghai SIPG. 17. febrúar 2016 08:07 Sölvi Geir skiptir um lið í Kína Spilar með Wuhann Zall í kínversku B-deildinni á næstkomandi leiktíð. 4. febrúar 2016 13:04 Ramires farinn til Kína Sama dag og Jiangsu Suning missti Viðar Örn Kjartansson opnaði félagið veskið og keypti Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea. 28. janúar 2016 08:45 Styttist í að kínverskt lið rjúfi 100 milljóna dollara múrinn Metið yfir dýrasta leikmann í sögu kínversku úrvalsdeildarinnar var slegið fjórum sinnum á síðustu vikum. 8. febrúar 2016 14:45 Eriksson: Styttist í að leikmenn eins og Messi og Ronaldo fari til Kína Eriksson segir fótboltann í Kína vera á mikilli uppleið. 12. febrúar 2016 09:29 Vildi frekar fá að spila en að fá bara peningana Tim Cahill, markahæsti landsliðsmaður karlalandsliðs Ástralíu í knattspyrnu frá upphafi, er nú án félags, eftir að kínverska félagið hans náði samkomulagi um starfslok. 16. febrúar 2016 17:00 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ Sjá meira
Kína virðist vera orðið nýja fyrirheitna landið í fótboltanum. Þar er nóg til af peningum og þangað streyma þekktir leikmenn í áður óþekktum mæli. Síðast í gær gekk Hebei China Fortune, sem er nýliði í kínversku ofurdeildinni, frá kaupunum á argentínska landsliðsmanninum Ezequiel Lavezzi. Kaupverðið var s.s. ekki hátt, tæpar 760 milljónir króna, enda var samningur Argentínumannsins við Paris Saint-Germain að renna út. En launatölurnar eru svimandi háar. Talið er að Lavezzi muni fá tæpa tvo milljarða króna í árslaun sem gera hann að fimmta launahæsta leikmanni heims, á eftir Cristiano Ronaldo, Lionel Messi, Zlatan Ibrahimovic og Thomas Müller. Sjötti maður á lista er svo kólumbíski framherjinn Jackson Martínez sem gekk nýverið í raðir kínversku meistaranna í Guangzhou Evergrande. Martínez var keyptur á tæplega 5,8 milljarða króna og talið er að hann fái tæplega 1,8 milljarða króna í árslaun. Bestu leikmennirnir í Kína eru því að fá sæmilega greitt fyrir vinnu sína.Eriksson og lærisveinar hans í Shanghai SIPG enduðu í 2. sæti kínversku ofurdeildarinnar í fyrra.vísir/gettyEkki stórt á landakorti fótboltans Félagaskiptaglugginn í Kína opnaðist á fyrsta degi ársins og lokast á föstudaginn eftir viku. Og þegar þessi orð eru skrifað hafa kínversku liðin eytt tæplega 40,6 milljörðum króna í leikmenn í vetur samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt. Til samanburðar eyddu liðin í ensku úrvalsdeildinni tæplega 35 milljörðum króna í janúarglugganum. Öll vötn virðast því falla til Kína í augnablikinu. Þótt Kína sé þriðja stærsta land heims að flatarmáli og það fjölmennasta hefur það aldrei verið stórt á landakorti fótboltans. Kínverska landsliðið hefur aldrei verið gott og aðeins einu sinni komist í lokakeppni heimsmeistaramótsins. Það var árið 2002 þegar Kína tapaði öllum þremur leikjum sínum með markatölunni 0-9. Það er þó að birta til á kínverska fótboltahimninum en peningarnir flæða inn í boltann þar í landi. Það hjálpar líka til að forseti Kína, Xi Jinping, er mikill fótboltaáhugamaður og vill veg íþróttarinnar sem mestan. Í fyrra gaf Jinpeng út stefnuyfirlýsingu um uppbyggingu fótboltans í Kína. Takmarkið er að halda HM og verða heimsmeistari og þá stefnir Jinping að því að íþróttahagkerfið í Kína verði metið á 850 milljarða dollara árið 2025. Sven-Göran Eriksson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, hefur starfað í Kína frá 2013 og segir framtíð fótboltans þar í landi bjarta. „Stærstu liðin í Kína geta keppt við stórliðin Evrópu um leikmenn,“ sagði Eriksson í samtali við Expressen á dögunum en hann þjálfar nú lið Shanghai SIPG.graf/fréttablaðiðHöfðu betur gegn Liverpool Skýrasta dæmið um þennan aukna mátt kínversku liðanna á félagaskiptamarkaðnum eru kaup Jiangsu Suning á Brasilíumanninum Alex Teixeira. Jiangsu, sem íslensku landsliðsmennirnir Viðar Örn Kjartansson og Sölvi Geir Ottesen léku með á síðasta tímabili, hafði betur í baráttu við Liverpool sem gat ekki keppt við fjárhagslegt bolmagn Jiangsu. Teixeira kostaði tæpa sjö milljarða króna en hann er, alla vega enn sem komið er, dýrasti leikmaður í sögu kínversku ofurdeildarinnar. Jiangsu hefur heldur betur látið til sín taka á félagaskiptamarkaðinum í vetur en liðið keypti einnig Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea fyrir tæpa fjóra milljarða króna. Þótt kínversku liðin hafi verið að kaupa suður-ameríska landsliðsmenn á góðum aldri eiga þau enn eftir að landa evrópskri stórstjörnu. Eins og staðan er í dag velja þær frekar að fara til Bandaríkjanna þegar fer að síga á seinni hlutann á þeirra ferli. Bandaríkin hafa meira aðdráttarafl og þá sérstaklega stórborgir á borð við Los Angeles og New York þangað sem leikmenn á borð við Steven Gerrard, Frank Lampard, Andrea Pirlo og David Villa hafa farið á undanförnum misserum. Eriksson segir þó að það styttist í að allra stærstu stjörnurnar í Evrópu færi sig um set til Kína. „Það er sennilega ekki svo langt þangað til leikmenn á borð við Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney fari til kínverskra stórliða,“ sagði Svíinn í áðurnefndu viðtali. Þar segir hann einnig að þótt stóru félagaskiptin fái eðlilega mestu athyglina sé margt gott að gerast bak við tjöldin í kínverskum fótbolta.Jackson Martínez entist aðeins hálfa leiktíð í Madríd.vísir/gettySkipulögð þróun „Þetta er bara byrjunin. Kínverjar verða stór fótboltaþjóð. Það gerist fyrst hjá félagsliðunum. Við þurfum kannski að bíða í áratug eftir að kínverska landsliðið verði komið í fremstu röð. Áhuginn er gríðarlega mikill og vex með hverjum degi,“ sagði Eriksson og bætti við: „Það er verið að opna fótboltaskóla um allt land en þetta gerist ekki á einni nóttu. Þessi þróun er nauðsynleg því grasrótarstarfið í Kína hefur ekki verið gott og of fáir hafa átt kost á því að spila fótbolta.“ Eins og áður sagði fara peningarnir ekki bara í erlendar stórstjörnur heldur er þeim einnig eytt í unglingastarfið sem er lífsnauðsynlegt ef kínverska landsliðið ætlar að láta til sín taka á næstu árum eða áratugum. Útlendingareglurnar í kínversku deildinni miða einnig að því að þróa þarlenda leikmenn. Þannig má hvert lið aðeins hafa fimm leikmenn sem eru ekki frá Kína innan sinna raða og einn þeirra þarf að vera frá öðru landi í Asíu. Og þá mega aðeins fjórir erlendir leikmenn vera inni á vellinum í einu. Meirihluti byrjunarliðs liðanna verður því alltaf skipaður kínverskum leikmönnum. Flautað verður til leiks í kínversku deildinni 4. mars og miðað við þróunina bætast eflaust fleiri stór nöfn í hóp þeirra leikmanna sem hafa nú þegar fært sig um set til Kína, nýja fyrirheitna landsins í fótboltanum þar sem drýpur smjör af hverju strái. Það verður svo að koma í ljós hvort þetta kínverska vor sé bara bóla eða eitthvað annað og meira. Það er alla vega margt sem bendir til þess.
Fótbolti Tengdar fréttir Tevez hafnaði gylliboði frá Kína Carlos Tevez hefur ákveðið að halda tryggð við uppeldisfélagið Boca Juniors í Argentínu þrátt fyrir sannkallað ofurtilboð frá kínverska liðinu Shanghai SIPG. 17. febrúar 2016 08:07 Sölvi Geir skiptir um lið í Kína Spilar með Wuhann Zall í kínversku B-deildinni á næstkomandi leiktíð. 4. febrúar 2016 13:04 Ramires farinn til Kína Sama dag og Jiangsu Suning missti Viðar Örn Kjartansson opnaði félagið veskið og keypti Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea. 28. janúar 2016 08:45 Styttist í að kínverskt lið rjúfi 100 milljóna dollara múrinn Metið yfir dýrasta leikmann í sögu kínversku úrvalsdeildarinnar var slegið fjórum sinnum á síðustu vikum. 8. febrúar 2016 14:45 Eriksson: Styttist í að leikmenn eins og Messi og Ronaldo fari til Kína Eriksson segir fótboltann í Kína vera á mikilli uppleið. 12. febrúar 2016 09:29 Vildi frekar fá að spila en að fá bara peningana Tim Cahill, markahæsti landsliðsmaður karlalandsliðs Ástralíu í knattspyrnu frá upphafi, er nú án félags, eftir að kínverska félagið hans náði samkomulagi um starfslok. 16. febrúar 2016 17:00 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ Sjá meira
Tevez hafnaði gylliboði frá Kína Carlos Tevez hefur ákveðið að halda tryggð við uppeldisfélagið Boca Juniors í Argentínu þrátt fyrir sannkallað ofurtilboð frá kínverska liðinu Shanghai SIPG. 17. febrúar 2016 08:07
Sölvi Geir skiptir um lið í Kína Spilar með Wuhann Zall í kínversku B-deildinni á næstkomandi leiktíð. 4. febrúar 2016 13:04
Ramires farinn til Kína Sama dag og Jiangsu Suning missti Viðar Örn Kjartansson opnaði félagið veskið og keypti Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea. 28. janúar 2016 08:45
Styttist í að kínverskt lið rjúfi 100 milljóna dollara múrinn Metið yfir dýrasta leikmann í sögu kínversku úrvalsdeildarinnar var slegið fjórum sinnum á síðustu vikum. 8. febrúar 2016 14:45
Eriksson: Styttist í að leikmenn eins og Messi og Ronaldo fari til Kína Eriksson segir fótboltann í Kína vera á mikilli uppleið. 12. febrúar 2016 09:29
Vildi frekar fá að spila en að fá bara peningana Tim Cahill, markahæsti landsliðsmaður karlalandsliðs Ástralíu í knattspyrnu frá upphafi, er nú án félags, eftir að kínverska félagið hans náði samkomulagi um starfslok. 16. febrúar 2016 17:00
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“