Skóli án aðgreiningar, hlutverk sérkennara Kristín Arnardóttir skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Skólastefnunni „skóli án aðgreiningar“ hefur verið fylgt eftir af miklum þunga innan stjórnkerfis menntamála og ýmis sérúrræði s.s. sérdeildir og sérskólar af ýmsu tagi hafa verið lögð niður. Almennir grunnskólar eru nú með mun breiðari hóp nemenda en áður gerðist. Til þess að hugmyndafræðin skóli án aðgreiningar gangi upp þurfa yfirvöld að veita skólunum þær bjargir að þeim sé gert kleift að sinna þessu verkefni með sóma. Þar hefur orðið talverður misbrestur á. Börn með veruleg þroskafrávik og/eða flókna fötlun eru breytilegur hópur með ólíkar þarfir. Sum þeirra eru vel í stakk búin að taka þátt í kraftmiklu skólastarfi og námi í almennum bekk. Önnur þurfa öðruvísi umhverfi, sterkari umgjörð, markvissari sérkennslu eða fámennari hóp. Það sem hentar einum hentar ekki endilega öðrum.Ekki nægjanlegt fjármagn Skólar og bekkir eru misjafnlega í stakk búnir til að taka á móti nemanda með verulegar sérþarfir. Hinni nýju skólastefnu hefur ekki fylgt nægjanlegt fjármagn til að fækka nemendum í þeim bekkjum sem börn með verulegar sérþarfir eru í eða veita aukið svigrúm til samráðs og undirbúnings. Venjulegur umsjónarkennari sinnir þörfum nýbúa og foreldra þeirra, nemendum með athyglisbrest og ofvirkni, nemendum með félagslega erfiðleika, nemendum með hegðunarvanda, nemendum með fötlun, langveikum nemendum og þannig mætti lengi telja. Útgáfa námsefnis er einkum miðuð við almenna nemendur. Hverjum árgangi er ætlað að fara yfir tiltekið efni og lítið er til af hliðarefni fyrir þá sem standa höllum fæti í námi. Aðferðir, námsefni og markmið í kennslu nemenda með skertan þroska og einhverfu eru ólík því sem gerist í almennri kennslu. Almennir kennarar hafa hvorki fengið kennslu né þjálfun á þessu sviði. Sérkennarar eru kennarar sem hafa bætt við sig viðbótarnámi og kunna að greina námslega stöðu nemenda, setja markmið með kennslunni og útbúa námsgögn og velja kennsluaðferðir sem mæta þörfum nemenda. Þeir geta veitt ráðgjöf og aðstoð til annarra starfsmanna skólans og eru lykilaðilar í því að skólaganga nemenda með sérþarfir mæti þeirra þörfum og sé eins fagleg og kostur er á. Starf þeirra er mjög margþætt og víðtækt. Þeir hafa yfirsýn yfir framvindu nemenda á því skólastigi sem þeir starfa á, einkum í lestri og stærðfræði og reyna að finna sem fyrst þá nemendur sem standa höllum fæti svo unnt sé að koma að snemmtækri íhlutun og forða margra ára vanda. Ásamt umsjónarkennurum leggja þeir fyrir regluleg skimunarpróf og annast nánari greiningu á vanda þeirra nemenda sem víkja verulega frá námsmarkmiðum árgangsins. Sérkennarar eru foreldrum, nemendum, kennurum og skólastjórnendum til ráðgjafar. Þeir útbúa einstaklingsmiðuð námsgögn, aðstoða við námsmat og leggja til notkun hjálpartækja þegar við á. Einnig annast þeir kennslu nemenda, oftast í litlum hópum en stundum einstaklingskennslu ef þörf er á. Ætíð skal stefnt að því að slík kennsla sé markviss, byggð á getu nemandans og til þess fallin að auka árangur nemandans í því viðfangsefni sem unnið er með. Sérkennarar hafa jafnframt sérþekkingu varðandi tilfinningalegan vanda og hegðunarvanda nemenda, athyglisbrest og ofvirkni. Þeir ásamt námsráðgjöfum annast ráðgjöf og lausnaleit í málefnum þessara nemenda í samvinnu við umsjónarkennara og foreldra. Sveitarfélögin úthluta hverjum skóla fjármagni vegna sérkennslu. Skólastjóri ákveður síðan hvernig því er ráðstafað. Í flestum tilvikum stendur valið um fjórar leiðir. 1. Ráða sérkennara með framhaldsmenntun. 2. Ráða almennan kennara til að annast sérkennslu eða koma sem viðbótarstarfsmaður inn í bekkjarkennslu. 3. Ráða þroskaþjálfa. 4. Ráða stuðningsfulltrúa sem er ófaglærður starfskraftur. Það gefur að skilja að ekki er verið að kaupa sömu vinnu af þessum ólíku stéttum Ef við vísum til heilbrigðiskerfisins er oftast á hreinu í huga fólks að skurðlæknir er fær um að annast önnur verkefni en sjúkraliði. Sjaldan myndi störfum þeirra vera blandað saman í hagtölum undir heitinu kostnaður vegna læknisstarfa.Lítt nothæfar upplýsingar Hagstofa Íslands sér um öflun gagna og gefur frá sér upplýsingar vegna fjölda nemenda sem fá sérkennslu. Þar eru lögð að jöfnu störf sérkennara og stuðningsfulltrúa. Einnig er hver nemandi talinn með hvort sem hann fær skammvinna þjálfunarlotu í ákveðnu viðfangsefni eða einstaklingsbundna sérkennslu árið um kring. Þessar tölur gefa því lítt nothæfar upplýsingar og eru alls ekki til þess fallnar að byggja ákvarðanatöku á þeim. Við sérkennarar fögnum allri umræðu um sérkennslu og erum himinlifandi ef yfirvöld vilja meta árangur starfa okkar. En það er til lítils að veifa hagtölum sem byggja á svo veikum grunni sem þeim sem Hagstofa Íslands leyfir sér að bera fram fyrir yfirvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Sjá meira
Skólastefnunni „skóli án aðgreiningar“ hefur verið fylgt eftir af miklum þunga innan stjórnkerfis menntamála og ýmis sérúrræði s.s. sérdeildir og sérskólar af ýmsu tagi hafa verið lögð niður. Almennir grunnskólar eru nú með mun breiðari hóp nemenda en áður gerðist. Til þess að hugmyndafræðin skóli án aðgreiningar gangi upp þurfa yfirvöld að veita skólunum þær bjargir að þeim sé gert kleift að sinna þessu verkefni með sóma. Þar hefur orðið talverður misbrestur á. Börn með veruleg þroskafrávik og/eða flókna fötlun eru breytilegur hópur með ólíkar þarfir. Sum þeirra eru vel í stakk búin að taka þátt í kraftmiklu skólastarfi og námi í almennum bekk. Önnur þurfa öðruvísi umhverfi, sterkari umgjörð, markvissari sérkennslu eða fámennari hóp. Það sem hentar einum hentar ekki endilega öðrum.Ekki nægjanlegt fjármagn Skólar og bekkir eru misjafnlega í stakk búnir til að taka á móti nemanda með verulegar sérþarfir. Hinni nýju skólastefnu hefur ekki fylgt nægjanlegt fjármagn til að fækka nemendum í þeim bekkjum sem börn með verulegar sérþarfir eru í eða veita aukið svigrúm til samráðs og undirbúnings. Venjulegur umsjónarkennari sinnir þörfum nýbúa og foreldra þeirra, nemendum með athyglisbrest og ofvirkni, nemendum með félagslega erfiðleika, nemendum með hegðunarvanda, nemendum með fötlun, langveikum nemendum og þannig mætti lengi telja. Útgáfa námsefnis er einkum miðuð við almenna nemendur. Hverjum árgangi er ætlað að fara yfir tiltekið efni og lítið er til af hliðarefni fyrir þá sem standa höllum fæti í námi. Aðferðir, námsefni og markmið í kennslu nemenda með skertan þroska og einhverfu eru ólík því sem gerist í almennri kennslu. Almennir kennarar hafa hvorki fengið kennslu né þjálfun á þessu sviði. Sérkennarar eru kennarar sem hafa bætt við sig viðbótarnámi og kunna að greina námslega stöðu nemenda, setja markmið með kennslunni og útbúa námsgögn og velja kennsluaðferðir sem mæta þörfum nemenda. Þeir geta veitt ráðgjöf og aðstoð til annarra starfsmanna skólans og eru lykilaðilar í því að skólaganga nemenda með sérþarfir mæti þeirra þörfum og sé eins fagleg og kostur er á. Starf þeirra er mjög margþætt og víðtækt. Þeir hafa yfirsýn yfir framvindu nemenda á því skólastigi sem þeir starfa á, einkum í lestri og stærðfræði og reyna að finna sem fyrst þá nemendur sem standa höllum fæti svo unnt sé að koma að snemmtækri íhlutun og forða margra ára vanda. Ásamt umsjónarkennurum leggja þeir fyrir regluleg skimunarpróf og annast nánari greiningu á vanda þeirra nemenda sem víkja verulega frá námsmarkmiðum árgangsins. Sérkennarar eru foreldrum, nemendum, kennurum og skólastjórnendum til ráðgjafar. Þeir útbúa einstaklingsmiðuð námsgögn, aðstoða við námsmat og leggja til notkun hjálpartækja þegar við á. Einnig annast þeir kennslu nemenda, oftast í litlum hópum en stundum einstaklingskennslu ef þörf er á. Ætíð skal stefnt að því að slík kennsla sé markviss, byggð á getu nemandans og til þess fallin að auka árangur nemandans í því viðfangsefni sem unnið er með. Sérkennarar hafa jafnframt sérþekkingu varðandi tilfinningalegan vanda og hegðunarvanda nemenda, athyglisbrest og ofvirkni. Þeir ásamt námsráðgjöfum annast ráðgjöf og lausnaleit í málefnum þessara nemenda í samvinnu við umsjónarkennara og foreldra. Sveitarfélögin úthluta hverjum skóla fjármagni vegna sérkennslu. Skólastjóri ákveður síðan hvernig því er ráðstafað. Í flestum tilvikum stendur valið um fjórar leiðir. 1. Ráða sérkennara með framhaldsmenntun. 2. Ráða almennan kennara til að annast sérkennslu eða koma sem viðbótarstarfsmaður inn í bekkjarkennslu. 3. Ráða þroskaþjálfa. 4. Ráða stuðningsfulltrúa sem er ófaglærður starfskraftur. Það gefur að skilja að ekki er verið að kaupa sömu vinnu af þessum ólíku stéttum Ef við vísum til heilbrigðiskerfisins er oftast á hreinu í huga fólks að skurðlæknir er fær um að annast önnur verkefni en sjúkraliði. Sjaldan myndi störfum þeirra vera blandað saman í hagtölum undir heitinu kostnaður vegna læknisstarfa.Lítt nothæfar upplýsingar Hagstofa Íslands sér um öflun gagna og gefur frá sér upplýsingar vegna fjölda nemenda sem fá sérkennslu. Þar eru lögð að jöfnu störf sérkennara og stuðningsfulltrúa. Einnig er hver nemandi talinn með hvort sem hann fær skammvinna þjálfunarlotu í ákveðnu viðfangsefni eða einstaklingsbundna sérkennslu árið um kring. Þessar tölur gefa því lítt nothæfar upplýsingar og eru alls ekki til þess fallnar að byggja ákvarðanatöku á þeim. Við sérkennarar fögnum allri umræðu um sérkennslu og erum himinlifandi ef yfirvöld vilja meta árangur starfa okkar. En það er til lítils að veifa hagtölum sem byggja á svo veikum grunni sem þeim sem Hagstofa Íslands leyfir sér að bera fram fyrir yfirvöld.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar