Enn möguleiki fyrir Ólafíu að komast á opna breska Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júlí 2017 11:04 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur verið að spila vel í Skotlandi. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á enn möguleika á að komast á opna breska meistaramótið sem fer fram um næstu helgi. Til þess þarf Ólafía að vera meðal efstu kylfinga á opna skoska meistaramótinu sem lýkur í dag. Ólafía er í 6.-8. sæti fyrir lokahringinn. Þrjú sæti eru enn laus fyrir kylfinga af Evrópumótaröðinni en mótið í Skotlandi er sameiginlegt fyrir LPGA-mótaröðina bandarísku og Evrópumótaröðina. Ef að Ólafía verður meðal þriggja tekjuhæstu kylfinga Evrópumótaraðarinnar sem hafa nú þegar ekki tryggt sér sæti á opna breska fær hún þátttökurétt á mótinu sem fer fram um næstu helgi. Ólafía er vitanlega með engar tekjur á Evrópumótaröðinni í ár enda eingöngu verið að keppa á LPGA-mótaröðinni. Erfitt er að segja fyrirfram hversu ofarlega hún þurfi að lenda til að komast inn á Opna breska, sem er eitt af stórmótum ársins, en verði hún í einu af efstu sætunum verður það mögulegt. Ólafía hefur leik á lokahringnum klukkan 11.02 í dag og er fylgst með gengi hennar í fréttinni hér fyrir neðan. Bein útsending hefst á Golfstöðinni klukkan 14.00 í dag. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á enn möguleika á að komast á opna breska meistaramótið sem fer fram um næstu helgi. Til þess þarf Ólafía að vera meðal efstu kylfinga á opna skoska meistaramótinu sem lýkur í dag. Ólafía er í 6.-8. sæti fyrir lokahringinn. Þrjú sæti eru enn laus fyrir kylfinga af Evrópumótaröðinni en mótið í Skotlandi er sameiginlegt fyrir LPGA-mótaröðina bandarísku og Evrópumótaröðina. Ef að Ólafía verður meðal þriggja tekjuhæstu kylfinga Evrópumótaraðarinnar sem hafa nú þegar ekki tryggt sér sæti á opna breska fær hún þátttökurétt á mótinu sem fer fram um næstu helgi. Ólafía er vitanlega með engar tekjur á Evrópumótaröðinni í ár enda eingöngu verið að keppa á LPGA-mótaröðinni. Erfitt er að segja fyrirfram hversu ofarlega hún þurfi að lenda til að komast inn á Opna breska, sem er eitt af stórmótum ársins, en verði hún í einu af efstu sætunum verður það mögulegt. Ólafía hefur leik á lokahringnum klukkan 11.02 í dag og er fylgst með gengi hennar í fréttinni hér fyrir neðan. Bein útsending hefst á Golfstöðinni klukkan 14.00 í dag.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira