Innlent

Foreldraverðlaunin afhent í dag

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Handhafar Foreldraverðlauna 2017 ásamt ráðuneytisstjóra, formanni Heimilis og skóla og formanni
dómnefndar.
Handhafar Foreldraverðlauna 2017 ásamt ráðuneytisstjóra, formanni Heimilis og skóla og formanni dómnefndar. Heimili og skóli
Foreldraverðlaun Heimilis og skóla- landssamtaka foreldra, voru afhent í 22. sinn í dag við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu. Ásta Magnúsdóttir, ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytisins afhenti verðlaunin, í stað Kristjáns Þór Júlíussonar, ráðherra, sem var veðurtepptur á Akureyri. Í ár voru 16 verkefni tilnefnd til verðlaunanna.

Verðlaunin að þessu sinni hlaut Skíðaskóli Þelamerkurskóla, sem býður öllum nemendum í 1. - 4.bekk upp á skíðakennslu. Verkefninu var ýtt úr vör fyrir um þremur árum og undirstrikar mikilvægi góðrar samvinnu milli skóla og foreldra.

Það er mat dómnefndar að verkefnið gefi nemendum gott tækifæri til að kynnast bæði skíðaíþróttinni sem slíkri og nýta sér það sem nærsamfélagið hefur upp á að bjóða til útivistar.

Þá var Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir, valin dugnaðarforkur ársins 2017, fyrir þáttöku sína í foreldrastarfi í gegnum árin.

Auk þess voru veitt tvenn hvatningaverðlaun til tveggja verkefna á sviðum foreldrafélaga. Þar af var samstarfi foreldrafélaga í grunnskólum í Breiðholti veitt verðlaun, sem og verkefninu Fróðir foreldrar, en verkefnið snýr að samstarfi um foreldrafræðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×