Enski boltinn

Fullyrt að Coutinho fari til Barcelona

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Coutinho spilar ekki gegn Atheltic Bilbao í dag.
Coutinho spilar ekki gegn Atheltic Bilbao í dag. vísir/getty
Coutinho verður leikmaður Barcelona innan skamms ef marka má frétt spænska dagblaðsins Sport í dag. Þar er fullyrt að Barcelona sé á góðri leið með að landa þremur öflugum leikmönnum.

Coutinho hefur lengi verið orðaður við Barcelona en Brasilíumaðurinn hefur verið einn besti leikmaður Liverpool undanfarin misseri.

Hann mun ekki spila með Liverpool gegn Athletic Bilbao í Dublin í dag en það mun vera vegna eymsla í baki, eftir því sem félagið hefur gefið út.

Sport fullyrðir að Barcelona hafi komist að samkomulagi við Ousmana Dembele, leikmann Dortmund, Inigo Martinez hjá Real Sociedad og Coutinho. Þó eigi eftir að ganga frá samningum við félög allra leikmanna, þar með talið Liverpool.

Barcelona er nýbúið að missa Neymar til PSG fyrir metfé, 222 milljónir evra. Talið er að Coutinho myndi fara fyrir meira en 100 milljónir evra og yrði þar með einn dýrasti leikmaður sögunnar.


Tengdar fréttir

Klopp: Börsungar geta sparað sér ómakið

Eftir 3-0 sigur Liverpool á Bayern München á Audi Cup í gær ítrekaði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, að Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho væri ekki til sölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×