Opnaði Fjallkonuna kasólétt og ógift 1905 Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. ágúst 2017 10:00 Mér finnst mikilvægt að segja sögu kvenna sem voru svona miklar fyrirmyndir,” segir Hera um langalangömmu sína. Visir/Eyþór Árnason „Ég hef verið að skrifa þetta leikrit í tvö ár, nú er ég loksins orðin ánægð með það,“ segir leikkonan og leikstjórinn Hera Fjord sem frumflytur verkið Fjallkonuna í upphafi Act alone einleikjahátíðarinnar á Suðureyri á fimmtudaginn, 10. ágúst. „Þetta er einleikur og fjallar um langalangömmu mína, Kristínu Dahlstedt, ég leik bæði hana og sjálfa mig. Sýningin er samtal okkar á milli, ég er að kynnast henni og hennar lífi og um leið að reyna að finna út hvað ég hafi fengið frá henni og hvort áskoranir sem hún var að glíma við séu eitthvað í ætt við mínar. Þannig brúa ég kynslóðabilið svo fólk á öllum aldri finni samhljóm.“Kristín Dahlstedt fæddist árið 1876 að Botni í Dýrafirði og fór 18 ára til Danmerkur þar sem hún lærði matseld og veitingarekstur. „Langalangamma var frumkvöðull,“ segir Hera. „Þegar hún kom frá Danmörku 1905 ákvað hún að opna sitt eigið veitinga- og gistiheimili við Laugaveginn, Fjallkonuna, þó hún væri kasólétt og ógift. Var búin að kynnast veitingahúsamenningunni úti í Kaupmannahöfn og bara kýldi á þetta.“ Barnsfaðirinn vildi giftast Kristínu og fá hana með sér vestur til Flateyrar þar sem hún yrði húsmóðir en það var ekki í takt við það sem hún sá fyrir sér, að sögn Heru. „Þó hún væri Vestfirðingur fannst henni tækifærin vera í Reykjavík, vildi vera sjálfstæð og standa á eigin fótum. Langafi var eitt af þremur börnum hennar, þau eignaðist hún öll í lausaleik, giftist svo manni seinna sem gaf henni Dahlstedt nafnið og þau tóku eina dóttur í fóstur.“ Hera telur langalangömmu sína hafa breytt veitingahúsamenningunni í borginni í átt til þess sem við þekkjum í dag. „Hún bryddaði upp á nýjungum eins og tónlist á kvöldin, bauð upp á buff og egg að dönskum hætti í kaffihúsinu, notaði fyrstu gasvélina, flutti inn fyrsta grammófóninn og sjálfspilandi píanó. En það gekk á ýmsu, stundum þurfti að vísa gestum frá vegna aðsóknar en hún fór líka í gjaldþrot og lenti meira að segja í fangaklefa. Fólk var ekki sátt við að kona væri ein í rekstri á þessum tíma, embættismenn góndu á hana: Ætlar þú að taka lán? Ætlar þú að opna reikning hér? Hvar er maðurinn þinn? En hún stóð með sjálfri sér. Var í raun mjög mikil nútímakona og ekki að spyrja neinn hvað hún mætti. Virðist ekki einu sinni hafa hugleitt það. Mér finnst mikilvægt að segja sögur kvenna sem eru svona miklar fyrirmyndir og halda minningu þeirra á lofti,“ segir Hera og mælir með að allir verði mættir vestur á Suðureyri á fimmtudaginn svo þeir missi ekki af neinu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst. Menning Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég hef verið að skrifa þetta leikrit í tvö ár, nú er ég loksins orðin ánægð með það,“ segir leikkonan og leikstjórinn Hera Fjord sem frumflytur verkið Fjallkonuna í upphafi Act alone einleikjahátíðarinnar á Suðureyri á fimmtudaginn, 10. ágúst. „Þetta er einleikur og fjallar um langalangömmu mína, Kristínu Dahlstedt, ég leik bæði hana og sjálfa mig. Sýningin er samtal okkar á milli, ég er að kynnast henni og hennar lífi og um leið að reyna að finna út hvað ég hafi fengið frá henni og hvort áskoranir sem hún var að glíma við séu eitthvað í ætt við mínar. Þannig brúa ég kynslóðabilið svo fólk á öllum aldri finni samhljóm.“Kristín Dahlstedt fæddist árið 1876 að Botni í Dýrafirði og fór 18 ára til Danmerkur þar sem hún lærði matseld og veitingarekstur. „Langalangamma var frumkvöðull,“ segir Hera. „Þegar hún kom frá Danmörku 1905 ákvað hún að opna sitt eigið veitinga- og gistiheimili við Laugaveginn, Fjallkonuna, þó hún væri kasólétt og ógift. Var búin að kynnast veitingahúsamenningunni úti í Kaupmannahöfn og bara kýldi á þetta.“ Barnsfaðirinn vildi giftast Kristínu og fá hana með sér vestur til Flateyrar þar sem hún yrði húsmóðir en það var ekki í takt við það sem hún sá fyrir sér, að sögn Heru. „Þó hún væri Vestfirðingur fannst henni tækifærin vera í Reykjavík, vildi vera sjálfstæð og standa á eigin fótum. Langafi var eitt af þremur börnum hennar, þau eignaðist hún öll í lausaleik, giftist svo manni seinna sem gaf henni Dahlstedt nafnið og þau tóku eina dóttur í fóstur.“ Hera telur langalangömmu sína hafa breytt veitingahúsamenningunni í borginni í átt til þess sem við þekkjum í dag. „Hún bryddaði upp á nýjungum eins og tónlist á kvöldin, bauð upp á buff og egg að dönskum hætti í kaffihúsinu, notaði fyrstu gasvélina, flutti inn fyrsta grammófóninn og sjálfspilandi píanó. En það gekk á ýmsu, stundum þurfti að vísa gestum frá vegna aðsóknar en hún fór líka í gjaldþrot og lenti meira að segja í fangaklefa. Fólk var ekki sátt við að kona væri ein í rekstri á þessum tíma, embættismenn góndu á hana: Ætlar þú að taka lán? Ætlar þú að opna reikning hér? Hvar er maðurinn þinn? En hún stóð með sjálfri sér. Var í raun mjög mikil nútímakona og ekki að spyrja neinn hvað hún mætti. Virðist ekki einu sinni hafa hugleitt það. Mér finnst mikilvægt að segja sögur kvenna sem eru svona miklar fyrirmyndir og halda minningu þeirra á lofti,“ segir Hera og mælir með að allir verði mættir vestur á Suðureyri á fimmtudaginn svo þeir missi ekki af neinu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst.
Menning Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira