Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2017 15:40 Yfir 200 manns særðust í árásinni, þar á meðal fjöldi barna. vísir/getty Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. Bærinn er á valdi uppreisnarmanna en að því er fram kemur í frétt á vef Guardian var árásin gerð af mönnum á flugvélum sem talið er að séu hliðhollir Bashar al-Assad Sýrlandsforseta. Saríngas var að öllum líkindum notað í árásinni. Skömmu eftir að efnavopnaárásin var gerð voru gerðar loftárásir annars vegar á spítala í borginni og hins vegar tvær bráðamóttökur þar sem verið var að taka á móti fórnarlömbum efnavopnaárásarinnar. Árásin er gerð degi eftir að sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum lýsti því yfir að Bandaríkjastjórn legði ekki lengur áherslu á það að koma al-Assad frá völdum og sama dag og tveggja daga ráðstefna um framtíð Sýrlands hófst í Brussel en það eru Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar sem standa að ráðstefnunni. Verið er að taka saman upplýsingar um árásina af samtökum sem berjast fyrir því að efnavopn verði bönnuð með öllu í heiminum. Þá hefur Jean-Marc Ayrault, utanríkisráðherra Frakklands, krafist neyðarfunds hjá öryggisráði SÞ vegna árásarinnar. Þúsundir flóttamanna hafa flúið til Khan Sheikhun undanfarin misseri frá nágrannahéraðinu Hama vegna átaka sem geisað hafa þar. „Í þessari árás þá köfnuðu tugir barna í svefni,“ sagði Ahmad Tarakji, formaður Sýrlensk-Ameríska læknafélagsins, við fjölmiðla og spurði hversu lengi heiminum ætlaði að mistakast að takast á við þessa hræðilegu glæpi. Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin vilja ekki lengur koma Assad frá 30. mars 2017 19:08 Hefja sóknina að Raqqa í næsta mánuði Íslamska ríkið hefur þurft að gefa undan víða á undanförnum mánuðum, en þrjú mismunandi bandalög berjast gegn þeim í Sýrlandi og í Írak. 26. mars 2017 16:01 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. Bærinn er á valdi uppreisnarmanna en að því er fram kemur í frétt á vef Guardian var árásin gerð af mönnum á flugvélum sem talið er að séu hliðhollir Bashar al-Assad Sýrlandsforseta. Saríngas var að öllum líkindum notað í árásinni. Skömmu eftir að efnavopnaárásin var gerð voru gerðar loftárásir annars vegar á spítala í borginni og hins vegar tvær bráðamóttökur þar sem verið var að taka á móti fórnarlömbum efnavopnaárásarinnar. Árásin er gerð degi eftir að sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum lýsti því yfir að Bandaríkjastjórn legði ekki lengur áherslu á það að koma al-Assad frá völdum og sama dag og tveggja daga ráðstefna um framtíð Sýrlands hófst í Brussel en það eru Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar sem standa að ráðstefnunni. Verið er að taka saman upplýsingar um árásina af samtökum sem berjast fyrir því að efnavopn verði bönnuð með öllu í heiminum. Þá hefur Jean-Marc Ayrault, utanríkisráðherra Frakklands, krafist neyðarfunds hjá öryggisráði SÞ vegna árásarinnar. Þúsundir flóttamanna hafa flúið til Khan Sheikhun undanfarin misseri frá nágrannahéraðinu Hama vegna átaka sem geisað hafa þar. „Í þessari árás þá köfnuðu tugir barna í svefni,“ sagði Ahmad Tarakji, formaður Sýrlensk-Ameríska læknafélagsins, við fjölmiðla og spurði hversu lengi heiminum ætlaði að mistakast að takast á við þessa hræðilegu glæpi.
Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin vilja ekki lengur koma Assad frá 30. mars 2017 19:08 Hefja sóknina að Raqqa í næsta mánuði Íslamska ríkið hefur þurft að gefa undan víða á undanförnum mánuðum, en þrjú mismunandi bandalög berjast gegn þeim í Sýrlandi og í Írak. 26. mars 2017 16:01 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Hefja sóknina að Raqqa í næsta mánuði Íslamska ríkið hefur þurft að gefa undan víða á undanförnum mánuðum, en þrjú mismunandi bandalög berjast gegn þeim í Sýrlandi og í Írak. 26. mars 2017 16:01