Hagfræðiprófessor: Óþarfi að hafa miklar áhyggjur af ferðaþjónustufyrirtækjum Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. apríl 2017 07:00 Breytingar á virðisaukaskatti munu ekki skapa samdrátt í ferðaþjónustu að mati hagfræðinga. vísir/vilhelm Hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu upp í efra þrep mun ekki hafa alvarleg áhrif á afkomu ferðaþjónustu á Íslandi. Þetta er mat Daða Más Kristóferssonar, prófessors í hagfræði. „Þessi tegund gjaldheimtu, hvort sem það er virðisaukaskattur, komugjöld eða gistináttaskattur þyrfti að vera gríðarlega há ef hún ætti að hafa áhrif á eftirspurn eftir Íslandi sem ferðamannalandi, alveg sama hvað ferðaþjónustan segir,“ fullyrðir Daði í samtali við Fréttablaðið. „Ef hún lifði af 20 til 30 prósenta hækkun krónunnar þá er hækkun á virðisaukaskatti tæplega til að setja hana á hliðina,“ bætir hann við. Í fimm ára fjármálaáætlun ríkisins er gert ráð fyrir að færa virðisaukaskatt á ferðaþjónustu upp í efra þrep. Á hinn bóginn verður efra þrepið lækkað úr 24 prósentum í 22,5 prósent. Þessar fyrirætlanir byggja á tillögum sem verkefnisstjórn um breytingar og umbætur á skattkerfinu skilaði til Samráðsvettvangs um aukna hagsæld í haust. Daði Már er formaður verkefnastjórnarinnar.Við lögðum til að þetta yrði gert. Vegna þess að það er ódýrara að reka skattkerfið þegar það eru fáar undanþágur í því. Það er minna til að verja í eftirlit og svo er þetta niðurgreiðsla á einni atvinnugrein sem ég sé enga ástæðu fyrir. Hann bætir við að það sé alltaf einhver kostnaður sem hlýst af ferðaþjónustunni fyrir hið opinbera sem sé eðlilegt að fjármagna með hækkun skatta. Í þessu tilfelli hafi þó verið ákveðið að verja andvirðinu til þess að lækka efra skattþrepið og þar með lækka skatta á aðra. Hrafn Steinarsson, sérfræðingur í Greiningardeild Arion, segir jákvætt að verið sé að einfalda virðisaukaskattskerfið og um leið dempa vöxt. Undir það tekur Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka. „Þetta getur dregið úr fjölgun og líklegast mun það gera það að einhverju leyti. En þetta snýr því ekki í neinn samdrátt,“ segir Ingólfur. Hann telur að skattlagningin muni að einhverju leyti draga úr hækkun á gengi krónunnar og þar með draga úr þeim ruðningsáhrifum sem gengishækkun krónunnar hefði ellegar haft á aðrar útflutningsgreinar, til dæmis sjávarútveg. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ný fjármálaáætlun: Einfaldara skattkerfi og aukin útgjöld til heilbrigðis-og menntamála Benedikt Jóhannesson, fjármála-og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára, það er frá 2018 til 2022, á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. 31. mars 2017 10:13 „Ferðaþjónustan hefur slitið barnskónum“ Flestar greinar ferðaþjónustunnar munu fara upp í efra þrep virðisaukaskatts um áramótin. 31. mars 2017 15:00 Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. 2. apríl 2017 16:00 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
Hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu upp í efra þrep mun ekki hafa alvarleg áhrif á afkomu ferðaþjónustu á Íslandi. Þetta er mat Daða Más Kristóferssonar, prófessors í hagfræði. „Þessi tegund gjaldheimtu, hvort sem það er virðisaukaskattur, komugjöld eða gistináttaskattur þyrfti að vera gríðarlega há ef hún ætti að hafa áhrif á eftirspurn eftir Íslandi sem ferðamannalandi, alveg sama hvað ferðaþjónustan segir,“ fullyrðir Daði í samtali við Fréttablaðið. „Ef hún lifði af 20 til 30 prósenta hækkun krónunnar þá er hækkun á virðisaukaskatti tæplega til að setja hana á hliðina,“ bætir hann við. Í fimm ára fjármálaáætlun ríkisins er gert ráð fyrir að færa virðisaukaskatt á ferðaþjónustu upp í efra þrep. Á hinn bóginn verður efra þrepið lækkað úr 24 prósentum í 22,5 prósent. Þessar fyrirætlanir byggja á tillögum sem verkefnisstjórn um breytingar og umbætur á skattkerfinu skilaði til Samráðsvettvangs um aukna hagsæld í haust. Daði Már er formaður verkefnastjórnarinnar.Við lögðum til að þetta yrði gert. Vegna þess að það er ódýrara að reka skattkerfið þegar það eru fáar undanþágur í því. Það er minna til að verja í eftirlit og svo er þetta niðurgreiðsla á einni atvinnugrein sem ég sé enga ástæðu fyrir. Hann bætir við að það sé alltaf einhver kostnaður sem hlýst af ferðaþjónustunni fyrir hið opinbera sem sé eðlilegt að fjármagna með hækkun skatta. Í þessu tilfelli hafi þó verið ákveðið að verja andvirðinu til þess að lækka efra skattþrepið og þar með lækka skatta á aðra. Hrafn Steinarsson, sérfræðingur í Greiningardeild Arion, segir jákvætt að verið sé að einfalda virðisaukaskattskerfið og um leið dempa vöxt. Undir það tekur Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka. „Þetta getur dregið úr fjölgun og líklegast mun það gera það að einhverju leyti. En þetta snýr því ekki í neinn samdrátt,“ segir Ingólfur. Hann telur að skattlagningin muni að einhverju leyti draga úr hækkun á gengi krónunnar og þar með draga úr þeim ruðningsáhrifum sem gengishækkun krónunnar hefði ellegar haft á aðrar útflutningsgreinar, til dæmis sjávarútveg.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ný fjármálaáætlun: Einfaldara skattkerfi og aukin útgjöld til heilbrigðis-og menntamála Benedikt Jóhannesson, fjármála-og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára, það er frá 2018 til 2022, á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. 31. mars 2017 10:13 „Ferðaþjónustan hefur slitið barnskónum“ Flestar greinar ferðaþjónustunnar munu fara upp í efra þrep virðisaukaskatts um áramótin. 31. mars 2017 15:00 Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. 2. apríl 2017 16:00 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
Ný fjármálaáætlun: Einfaldara skattkerfi og aukin útgjöld til heilbrigðis-og menntamála Benedikt Jóhannesson, fjármála-og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára, það er frá 2018 til 2022, á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. 31. mars 2017 10:13
„Ferðaþjónustan hefur slitið barnskónum“ Flestar greinar ferðaþjónustunnar munu fara upp í efra þrep virðisaukaskatts um áramótin. 31. mars 2017 15:00
Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. 2. apríl 2017 16:00