83 prósent nota símann undir stýri Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. ágúst 2017 06:00 Hlutfall framhaldsskólanema sem tala í símann undir stýri hækkar með hækkandi aldri. vísir/stefán Fimm af hverjum sex framhaldsskólanemum hér á landi notar snjallsíma undir stýri. Notkun eykst með hækkandi aldri. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem Sjóvá lét gera. Könnunin var lögð fyrir framhaldsskólanema og tóku rúmlega sjötíu prósent þátt. Alls sögðust 83 prósent nota símann undir stýri. Rúmlega sjö af hverjum tíu 17 ára nemum játuðu því að nota símann stundum eða oftar við akstur en í hópi 20 ára og eldri var hlutfallið 92 prósent. Flestir tala í símann undir stýri eða 71 prósent. Tæplega sex af hverjum tíu senda SMS eða nota símann til að leita upplýsinga samhliða akstri og helmingur segist skoða og senda Snapchat skilaboð undir stýri.Einar Magnús MagnússonÍ svari Samgöngustofu við fyrirspurn Fréttablaðsins um fjölda slysa sem rekja megi til farsímanotkunar í akstri segir að slík tölfræði sé af skornum skammti. Vanskráning sé á þeim þar sem lögreglan hafi litlar heimildir til rannsókna umfram það að spyrja hvort farsímanotkun hafi átt sér stað. Flestir ökumenn neiti því. „Það hafa orðið banaslys sem rakin eru til farsímanotkunar ökumanna,“ segir Einar Magnús Einarsson, sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu. Hann bætir því við að þau banaslys séu notuð í forvarnarefni stofnunarinnar. Einar segir einnig að niðurstöður könnunarinnar séu sláandi. Fyrir nokkru hafi Samgöngustofa látið gera könnun meðal ökumanna um viðhorf þeirra til farsímanotkunar undir stýri. Tæplega 100 prósent aðspurðra hafi svarað því að þeir telji hana hættulega. Í vikunni fer átakið Höldum fókus af stað á nýjan leik en því er ætlað að fá ökumenn til að sleppa farsímanum meðan þeir aka. Einar telur einnig að rétt sé að kanna að breyta verklagi og reglum hér á landi. „Í Bretlandi er bannað með öllu að handleika farsíma á meðan á akstri stendur. Það er spurning hvort við þurfum að taka slíkar reglur upp hér,“ segir Einar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gera ráð fyrir að lægstu sektir fyrir umferðarlagabrot verði 20 þúsund krónur Sektir fyrir umferðarlagabrot munu hækka talsvert miðað við drög ríkissaksóknara að reglugerð um sektir við umferðarlagabrotum. Þar er gert ráð fyrir að breytt reglugerð hafi til hliðsjónar þróun verðlags. 12. júlí 2017 18:07 Sektir vegna notkunar farsíma undir stýri hækka verulega Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vinnur nú að því að endurskoða sektir vegna farsímanotkunar undir stýri. 3. júlí 2017 15:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Fimm af hverjum sex framhaldsskólanemum hér á landi notar snjallsíma undir stýri. Notkun eykst með hækkandi aldri. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem Sjóvá lét gera. Könnunin var lögð fyrir framhaldsskólanema og tóku rúmlega sjötíu prósent þátt. Alls sögðust 83 prósent nota símann undir stýri. Rúmlega sjö af hverjum tíu 17 ára nemum játuðu því að nota símann stundum eða oftar við akstur en í hópi 20 ára og eldri var hlutfallið 92 prósent. Flestir tala í símann undir stýri eða 71 prósent. Tæplega sex af hverjum tíu senda SMS eða nota símann til að leita upplýsinga samhliða akstri og helmingur segist skoða og senda Snapchat skilaboð undir stýri.Einar Magnús MagnússonÍ svari Samgöngustofu við fyrirspurn Fréttablaðsins um fjölda slysa sem rekja megi til farsímanotkunar í akstri segir að slík tölfræði sé af skornum skammti. Vanskráning sé á þeim þar sem lögreglan hafi litlar heimildir til rannsókna umfram það að spyrja hvort farsímanotkun hafi átt sér stað. Flestir ökumenn neiti því. „Það hafa orðið banaslys sem rakin eru til farsímanotkunar ökumanna,“ segir Einar Magnús Einarsson, sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu. Hann bætir því við að þau banaslys séu notuð í forvarnarefni stofnunarinnar. Einar segir einnig að niðurstöður könnunarinnar séu sláandi. Fyrir nokkru hafi Samgöngustofa látið gera könnun meðal ökumanna um viðhorf þeirra til farsímanotkunar undir stýri. Tæplega 100 prósent aðspurðra hafi svarað því að þeir telji hana hættulega. Í vikunni fer átakið Höldum fókus af stað á nýjan leik en því er ætlað að fá ökumenn til að sleppa farsímanum meðan þeir aka. Einar telur einnig að rétt sé að kanna að breyta verklagi og reglum hér á landi. „Í Bretlandi er bannað með öllu að handleika farsíma á meðan á akstri stendur. Það er spurning hvort við þurfum að taka slíkar reglur upp hér,“ segir Einar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gera ráð fyrir að lægstu sektir fyrir umferðarlagabrot verði 20 þúsund krónur Sektir fyrir umferðarlagabrot munu hækka talsvert miðað við drög ríkissaksóknara að reglugerð um sektir við umferðarlagabrotum. Þar er gert ráð fyrir að breytt reglugerð hafi til hliðsjónar þróun verðlags. 12. júlí 2017 18:07 Sektir vegna notkunar farsíma undir stýri hækka verulega Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vinnur nú að því að endurskoða sektir vegna farsímanotkunar undir stýri. 3. júlí 2017 15:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Gera ráð fyrir að lægstu sektir fyrir umferðarlagabrot verði 20 þúsund krónur Sektir fyrir umferðarlagabrot munu hækka talsvert miðað við drög ríkissaksóknara að reglugerð um sektir við umferðarlagabrotum. Þar er gert ráð fyrir að breytt reglugerð hafi til hliðsjónar þróun verðlags. 12. júlí 2017 18:07
Sektir vegna notkunar farsíma undir stýri hækka verulega Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vinnur nú að því að endurskoða sektir vegna farsímanotkunar undir stýri. 3. júlí 2017 15:30