Innlent

Virti ekki stöðvunarmerki lögreglu og úr varð eftirför

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Eyþór
Lögregluþjónar ætluðu sér að hafa afskipti af ungum ökumanni á bifhjóli í miðbænum skömmu eftir miðnætti í nótt. Sá neitaði hins vegar að sinna stöðvunarmerkjum lögreglu og hófst því eftirför. Samkvæmt dagbók lögreglunnar var ekið víða um austurborgina en eftirförin endaði þar sem maðurinn ungi datt af hjóli sínu við Elliðaár.

Hann var ómeiddur og er ekki talinn hafa verið undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.

Í dagbók lögreglu kemur fram að ökumaðurinn ungi hafi ekki virt umferðarlög og ekið á móti einstefnu, farið yfir rauð ljós, ekið á gangstígum og fleira. Hann var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls, en hjólið var flutt af vettvangi með Króki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×