Útlendingastofnun bætir Georgíu og Kósóvó við á lista yfir örugg ríki Atli Ísleifsson skrifar 20. júlí 2017 10:38 Alls bárust Útlendingastofnun fimm hundruð umsóknir um hæli á fyrri hluta þessa árs. Vísir/Stefán Útlendingastofnun hefur sett Georgíu og Kósóvó á lista stofnunarinnar yfir örugg ríki, en talsverður fjöldi hælisleitenda hefur á síðustu misserum komið hingað til lands frá ríkjunum tveimur. Almennt er ríkisborgurum ríkja á lista yfir örugg ríki ekki veitt hæli hér á landi og þeim snúið aftur til síns upprunaríkis, líkt og fram kemur á heimasíðu stofnunarinnar. Alls bárust Útlendingastofnun fimm hundruð umsóknir um hæli á fyrri hluta þessa árs. Flestar komu frá albönskum ríkisborgurum, eða 147, en næstflestar frá Georgíumönnum, eða 62. Þrettán umsóknir bárust frá einstaklingum frá Kósóvó. Fram kemur að starfsmenn Útlendingastofnunar hafi kannað aðstæður í Georgíu í þaula í tengslum við hælisumsóknir fólks frá landinu og fyrir liggi að allar forsendur séu fyrir hendi til að skilgreina Georgíu sem öruggt ríki. Sömu sögu sé að segja um Kósóvó.Grundvallarmannréttindi almennt virtÁ heimasíðu Útlendingastofnunar kemur fram að grundvallarmannréttindi séu almennt talin virt í ríkjum á lista yfir „örugg ríki“ og mál hælisleitenda með ríkisfang í þessum löndum fari að öllu jöfnu í forgangsmeðferð hjá Útlendingastofnun. „Yfirleitt er ríkisborgurum þessara ríkja sem sækja um hæli hér á landi ekki veitt hæli og þeim snúið aftur til síns upprunaríkis. Hvert mál er þó skoðað sérstaklega á eigin forsendum með tilliti til viðeigandi upplýsinga á hverjum tíma og það eitt að hælisleitandi sé frá ríki á listanum getur aldrei leitt til þess að Útlendingastofnun taki mál hans ekki til skoðunar eða synji umsókn hans án undangenginnar rannsóknar. Þegar það á við eru mál ríkisborgara landa á listanum tekin til almennrar efnismeðferðar og er listinn því aðeins til hliðsjónar,“ segir á heimasíðu stofnunarinnar. Georgía Kósovó Tengdar fréttir Hælisumsóknum fjölgaði um 60 prósent milli ára Samanlagður fjöldi umsókna á fyrstu fimm mánuðum ársins var 370 sem eru tæplega 60 prósent fleiri umsóknir en bárust á sama tíma á síðasta ári. 15. júní 2017 12:52 Allt að 2000 muni sækja um alþjóðlega vernd Áttatíu prósent fleiri umsóknir en á sama tíma í fyrra. 6. júlí 2017 11:23 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Útlendingastofnun hefur sett Georgíu og Kósóvó á lista stofnunarinnar yfir örugg ríki, en talsverður fjöldi hælisleitenda hefur á síðustu misserum komið hingað til lands frá ríkjunum tveimur. Almennt er ríkisborgurum ríkja á lista yfir örugg ríki ekki veitt hæli hér á landi og þeim snúið aftur til síns upprunaríkis, líkt og fram kemur á heimasíðu stofnunarinnar. Alls bárust Útlendingastofnun fimm hundruð umsóknir um hæli á fyrri hluta þessa árs. Flestar komu frá albönskum ríkisborgurum, eða 147, en næstflestar frá Georgíumönnum, eða 62. Þrettán umsóknir bárust frá einstaklingum frá Kósóvó. Fram kemur að starfsmenn Útlendingastofnunar hafi kannað aðstæður í Georgíu í þaula í tengslum við hælisumsóknir fólks frá landinu og fyrir liggi að allar forsendur séu fyrir hendi til að skilgreina Georgíu sem öruggt ríki. Sömu sögu sé að segja um Kósóvó.Grundvallarmannréttindi almennt virtÁ heimasíðu Útlendingastofnunar kemur fram að grundvallarmannréttindi séu almennt talin virt í ríkjum á lista yfir „örugg ríki“ og mál hælisleitenda með ríkisfang í þessum löndum fari að öllu jöfnu í forgangsmeðferð hjá Útlendingastofnun. „Yfirleitt er ríkisborgurum þessara ríkja sem sækja um hæli hér á landi ekki veitt hæli og þeim snúið aftur til síns upprunaríkis. Hvert mál er þó skoðað sérstaklega á eigin forsendum með tilliti til viðeigandi upplýsinga á hverjum tíma og það eitt að hælisleitandi sé frá ríki á listanum getur aldrei leitt til þess að Útlendingastofnun taki mál hans ekki til skoðunar eða synji umsókn hans án undangenginnar rannsóknar. Þegar það á við eru mál ríkisborgara landa á listanum tekin til almennrar efnismeðferðar og er listinn því aðeins til hliðsjónar,“ segir á heimasíðu stofnunarinnar.
Georgía Kósovó Tengdar fréttir Hælisumsóknum fjölgaði um 60 prósent milli ára Samanlagður fjöldi umsókna á fyrstu fimm mánuðum ársins var 370 sem eru tæplega 60 prósent fleiri umsóknir en bárust á sama tíma á síðasta ári. 15. júní 2017 12:52 Allt að 2000 muni sækja um alþjóðlega vernd Áttatíu prósent fleiri umsóknir en á sama tíma í fyrra. 6. júlí 2017 11:23 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hælisumsóknum fjölgaði um 60 prósent milli ára Samanlagður fjöldi umsókna á fyrstu fimm mánuðum ársins var 370 sem eru tæplega 60 prósent fleiri umsóknir en bárust á sama tíma á síðasta ári. 15. júní 2017 12:52
Allt að 2000 muni sækja um alþjóðlega vernd Áttatíu prósent fleiri umsóknir en á sama tíma í fyrra. 6. júlí 2017 11:23