Sara Óskarsson varaþingmaður segir Fokk the Glock Jakob Bjarnar skrifar 15. júní 2017 13:14 Sara er lengst til vinstri á myndinni en Jæja-hópurinn hefur staðið fyrir margvíslegum mannmörgum mótmælum á undanförnum árum. visir/ernir „Við elskum lögregluna,“ segir Sara Óskarsson varaþingmaður og meðlimur í Jæja-hópnum – sem hefur verið virkur í ýmsum mótmælastöðum á undanförnum árum. Jæja-hópurinn hefur boðað til mótmæla vegna vopnaburðar sérsveitar lögreglunnar á fjöldasamkomum. Mótmælin, sem eru undir yfirskriftinni Fokk the Glock, verða á Austurvelli nú á laugardag og hefjast klukkan 11. Sérstök síða hefur verið stofnuð á Facebook til að halda utan um mótmælin og þar er þeim fylgt úr hlaði með þessum orðum: „Hvers virði er lýðræðið, sjálfstæðið, frelsið sjálft á bak við hlaðnar Glock 17 á 17. júní? Við segjum: „Fokk The Glock!“ Við tökum ekki í mál að friðsælu landi okkar, lífi og lýðveldishátíð sé ógnað með þessum hætti, að vígbúa íslensku lögregluna á degi lýðveldisins.Söru finnst spurningin: Hvers vegna hatið þið lögregluna, hláleg.Við mótmælum harðlega vopnaburði íslensku lögreglunnar og sérsveitarmanna á almannafæri, á 17. júní 2017 sem og alltaf! Það er aðeins í fasistaríki sem lögregla getur ákveðið að vopnast og hvert umfang þess vopnaburðar eigi að vera. Fjölmennum, FOKK THE GLOCK.“Bráðræði að fara út í þessar aðgerðir Vísir spurði Söru einfaldlega hvers vegna verið væri að mótmæla?„Vegna þess að við erum mótfallin vopnaburði, það er byssum, lögreglunnar á almannafæri á mannfögnuðum á Íslandi, og okkur finnst stinga mikið í stúf við anda og yfirbragð lýðveldishátíð þjóðarinnar að lögreglan sé allt í einu mætt með Glock 17 fyrir allra augum,“ segir Sara og bendir á að Ísland sé friðsælt land. Þannig hafi það alltaf verið og þeim sé í mun að svo megi verða áfram. „Ísland er heimsþekkt fyrir frið og er Peace Tower, minnismerki Yoko Ono um John Lennon til dæmis til marks um það. Það er órökrétt og ekki uppbyggilegt fyrir land og þjóð að í kjölfar einstakra, afmarkaðra hryllilegra atburða erlendis hlaupi löggæslan upp til handa og fóta með svona bráðræði þvert á anda, orðspor og líklegast vilja þjóðarinnar.“Að hatast við lögregluna Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, er meðal fjölmargra sem gagnrýnt hefur þessar ráðstafanir Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Hún vakti athygli á því á sinni Facebooksíðu að í Morgunblaðinu sé henni borið á brýn að hatast við lögregluna. Þessu er reyndar haldið fram víða á samfélagsmiðlum og því ekki úr vegi að spyrja Söru einfaldlega: Hvers vegna hatið þið lögregluna.Fullyrt var fullum fetum, í pistlaskrifum Morgunblaðsins, að Líf hataðist við lögregluna. Hún svarar fullum hálsi á Facebooksíðu sinni.„Við elskum lögregluna, og höfum alltaf haft gríðarlega góð samskipti við hana. Góða samvinnu og skilning á hlutverkum hvers annars. Við lítum svo á að þarna sé líklegast um ákvörðun eins manns eða örfárra manna að ræða.“ Sara segir lögregluna njóta stuðnings hennar og þeirra í Jæja-hópnum. „Og við gerum okkur vel grein fyrir því að starfsfólk lögreglunnar framfylgir eðlilega og samviskusamlega tilskipunum yfirmanna sinna, og setjum við síður en svo alla undir sama hatt í þessum efnum. Við krefjumst þó gagnsæis hvað svona ákvarðanir varðar og förum fram á greinagóðan rökstuðning á því hvers vegna tekin var ákvörðun um að vopnvæða lögregluþjóna með Glock 17 byssum á þjóðhátíðardegi Íslendinga án samráðs við þjóð eða þing.“ Skotvopn lögreglu Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
„Við elskum lögregluna,“ segir Sara Óskarsson varaþingmaður og meðlimur í Jæja-hópnum – sem hefur verið virkur í ýmsum mótmælastöðum á undanförnum árum. Jæja-hópurinn hefur boðað til mótmæla vegna vopnaburðar sérsveitar lögreglunnar á fjöldasamkomum. Mótmælin, sem eru undir yfirskriftinni Fokk the Glock, verða á Austurvelli nú á laugardag og hefjast klukkan 11. Sérstök síða hefur verið stofnuð á Facebook til að halda utan um mótmælin og þar er þeim fylgt úr hlaði með þessum orðum: „Hvers virði er lýðræðið, sjálfstæðið, frelsið sjálft á bak við hlaðnar Glock 17 á 17. júní? Við segjum: „Fokk The Glock!“ Við tökum ekki í mál að friðsælu landi okkar, lífi og lýðveldishátíð sé ógnað með þessum hætti, að vígbúa íslensku lögregluna á degi lýðveldisins.Söru finnst spurningin: Hvers vegna hatið þið lögregluna, hláleg.Við mótmælum harðlega vopnaburði íslensku lögreglunnar og sérsveitarmanna á almannafæri, á 17. júní 2017 sem og alltaf! Það er aðeins í fasistaríki sem lögregla getur ákveðið að vopnast og hvert umfang þess vopnaburðar eigi að vera. Fjölmennum, FOKK THE GLOCK.“Bráðræði að fara út í þessar aðgerðir Vísir spurði Söru einfaldlega hvers vegna verið væri að mótmæla?„Vegna þess að við erum mótfallin vopnaburði, það er byssum, lögreglunnar á almannafæri á mannfögnuðum á Íslandi, og okkur finnst stinga mikið í stúf við anda og yfirbragð lýðveldishátíð þjóðarinnar að lögreglan sé allt í einu mætt með Glock 17 fyrir allra augum,“ segir Sara og bendir á að Ísland sé friðsælt land. Þannig hafi það alltaf verið og þeim sé í mun að svo megi verða áfram. „Ísland er heimsþekkt fyrir frið og er Peace Tower, minnismerki Yoko Ono um John Lennon til dæmis til marks um það. Það er órökrétt og ekki uppbyggilegt fyrir land og þjóð að í kjölfar einstakra, afmarkaðra hryllilegra atburða erlendis hlaupi löggæslan upp til handa og fóta með svona bráðræði þvert á anda, orðspor og líklegast vilja þjóðarinnar.“Að hatast við lögregluna Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, er meðal fjölmargra sem gagnrýnt hefur þessar ráðstafanir Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Hún vakti athygli á því á sinni Facebooksíðu að í Morgunblaðinu sé henni borið á brýn að hatast við lögregluna. Þessu er reyndar haldið fram víða á samfélagsmiðlum og því ekki úr vegi að spyrja Söru einfaldlega: Hvers vegna hatið þið lögregluna.Fullyrt var fullum fetum, í pistlaskrifum Morgunblaðsins, að Líf hataðist við lögregluna. Hún svarar fullum hálsi á Facebooksíðu sinni.„Við elskum lögregluna, og höfum alltaf haft gríðarlega góð samskipti við hana. Góða samvinnu og skilning á hlutverkum hvers annars. Við lítum svo á að þarna sé líklegast um ákvörðun eins manns eða örfárra manna að ræða.“ Sara segir lögregluna njóta stuðnings hennar og þeirra í Jæja-hópnum. „Og við gerum okkur vel grein fyrir því að starfsfólk lögreglunnar framfylgir eðlilega og samviskusamlega tilskipunum yfirmanna sinna, og setjum við síður en svo alla undir sama hatt í þessum efnum. Við krefjumst þó gagnsæis hvað svona ákvarðanir varðar og förum fram á greinagóðan rökstuðning á því hvers vegna tekin var ákvörðun um að vopnvæða lögregluþjóna með Glock 17 byssum á þjóðhátíðardegi Íslendinga án samráðs við þjóð eða þing.“
Skotvopn lögreglu Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira