Ástráður og Jóhannes með sama lögmann Snærós Sindradóttir skrifar 15. júní 2017 07:00 Ástráður Haraldsson. Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna embættisfærslu dómsmálaráðherra þegar ákveðið var að fara á svig við tillögu dómnefndar um hæfi dómara í Landsrétt og velja þess í stað fjóra úr hópi þeirra sem síður þóttu hæfir. Jóhannes Rúnar var metinn tólfti hæfastur af dómnefndinni en var einn fjögurra í tillögunni sem ekki var í endanlegri tillögu dómsmálaráðherra. Áður hafði Ástráður Haraldsson, sem dómnefnd mat fjórtánda hæfastan, stefnt íslenska ríkinu vegna embættisfærslunnar. Þingfesting var í málinu í gær en það hefur hlotið flýtimeðferð hjá dómstólum. Þá var ákveðið að íslenska ríkið hefði frest til 3. júlí til að skila inn greinargerð vegna stefnunnar. Héraðsdómari í málinu er Kjartan Bjarni Björgvinsson, sem nýverið lauk störfum sem formaður og eini nefndarmaður rannsóknarnefndar Alþingis í rannsókninni á einkavæðingu Búnaðarbankans. Ástráður og Jóhannes Rúnar eru með sama lögmann, Jóhannes Karl Sveinsson. Jóhannes Karl sendi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd umsögn um ákvörðun dómsmálaráðherra þar sem hann var harðlega gagnrýndur. Þá sagði hann í umsögninni að í uppsiglingu væri hneyksli sem kæmi til með að skapa ríkinu bótaábyrgð.Jóhannes Rúnar Jóhannsson.Jóhannes Rúnar segist í samtali við Fréttablaðið sömuleiðis hafa óskað eftir flýtimeðferð. Ekki sé búið að ákveða hvort stefnur lögmannanna verði ef til vill sameinaðar í eitt mál. „Þetta var alls ekki erfið ákvörðun. Hún hefur legið fyrir í lengri tíma en það er ágætt að segja frá henni núna,“ segir hann. Í tilkynningu Jóhannesar vegna málshöfðunarinnar segir meðal annars: „Það er valdníðsla þegar stjórnvald misnotar opinbert vald með þeim hætti að ólögmæt og ómálefnaleg sjónarmið, svo sem vinátta, flokkshagsmunir, eða óvild, ráða ákvörðun þess.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir valdníðslu ráða við skipan dómara við Landsrétt Jóhannes Rúnar Jóhannsson ætlar í mál við ríkið vegna skipunar dómara við Landsrétt. 14. júní 2017 14:33 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna embættisfærslu dómsmálaráðherra þegar ákveðið var að fara á svig við tillögu dómnefndar um hæfi dómara í Landsrétt og velja þess í stað fjóra úr hópi þeirra sem síður þóttu hæfir. Jóhannes Rúnar var metinn tólfti hæfastur af dómnefndinni en var einn fjögurra í tillögunni sem ekki var í endanlegri tillögu dómsmálaráðherra. Áður hafði Ástráður Haraldsson, sem dómnefnd mat fjórtánda hæfastan, stefnt íslenska ríkinu vegna embættisfærslunnar. Þingfesting var í málinu í gær en það hefur hlotið flýtimeðferð hjá dómstólum. Þá var ákveðið að íslenska ríkið hefði frest til 3. júlí til að skila inn greinargerð vegna stefnunnar. Héraðsdómari í málinu er Kjartan Bjarni Björgvinsson, sem nýverið lauk störfum sem formaður og eini nefndarmaður rannsóknarnefndar Alþingis í rannsókninni á einkavæðingu Búnaðarbankans. Ástráður og Jóhannes Rúnar eru með sama lögmann, Jóhannes Karl Sveinsson. Jóhannes Karl sendi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd umsögn um ákvörðun dómsmálaráðherra þar sem hann var harðlega gagnrýndur. Þá sagði hann í umsögninni að í uppsiglingu væri hneyksli sem kæmi til með að skapa ríkinu bótaábyrgð.Jóhannes Rúnar Jóhannsson.Jóhannes Rúnar segist í samtali við Fréttablaðið sömuleiðis hafa óskað eftir flýtimeðferð. Ekki sé búið að ákveða hvort stefnur lögmannanna verði ef til vill sameinaðar í eitt mál. „Þetta var alls ekki erfið ákvörðun. Hún hefur legið fyrir í lengri tíma en það er ágætt að segja frá henni núna,“ segir hann. Í tilkynningu Jóhannesar vegna málshöfðunarinnar segir meðal annars: „Það er valdníðsla þegar stjórnvald misnotar opinbert vald með þeim hætti að ólögmæt og ómálefnaleg sjónarmið, svo sem vinátta, flokkshagsmunir, eða óvild, ráða ákvörðun þess.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir valdníðslu ráða við skipan dómara við Landsrétt Jóhannes Rúnar Jóhannsson ætlar í mál við ríkið vegna skipunar dómara við Landsrétt. 14. júní 2017 14:33 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Segir valdníðslu ráða við skipan dómara við Landsrétt Jóhannes Rúnar Jóhannsson ætlar í mál við ríkið vegna skipunar dómara við Landsrétt. 14. júní 2017 14:33