Strákarnir byrjuðu frábærlega í leiknum og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins. Frakkar komu sér síðan af stað og voru skrefi framar síðasta stundarfjórðunginn. En okkar menn gáfust aldrei upp og leyfðu Frökkum aldrei að stinga af.
Frammistaða Íslands hefur vakið verðskuldaða athygli meðal netverja á Twitter og ekki að ástæðulausu.
Þessi fyrri hálfleikur er bara ekkert nema bilun fyrir hjartað #hmruv
— Matti Matt (@mattimatt) January 21, 2017
Alveg óhræddir, hafið engu að tapa! Bara hafa gaman af þessu og skemmta sér #hmruv
— Björk Ragnarsdóttir (@bjorkrag_bjork) January 21, 2017
Hvernig sem þessi leikur fer, tek ég hattinn, hárkolluna og höfuðleðrið ofan fyrir þessum strákum. Frábær frammistaða! #hmruv
— Benedikt Gretarsson (@bennigretars) January 21, 2017
Þessi Omeyer er búinn að vera í marki frakka í hartnær 20 ár, eða síðan hann var 43 ára #hmruv
— Tóti (@totismari) January 21, 2017
Koma Svooo !!! #hmruv#handbolti#island
— Ísak Rafnsson (@isakrafnsson) January 21, 2017
Þvílíkt plan hjá Geir Sveins. Lét strákana spila langt undir getu fyrstu leikina. Svo þegar enginn á von á neinu þá bara Bamm! #hmruv
— Árni Helgason (@arnih) January 21, 2017
Anda með nefinu Rúnar, liggur ekkert á #hmruv
— Sigurður Svavarsson (@Siggivs) January 21, 2017
Fáninn kominn upp. Áfram Ísland #hmrúv#hmruvpic.twitter.com/L2DthElhPE
— Adolf Ludviksson (@d0lliman) January 21, 2017
Ólafur Guðmundsson að spila eins og ég er búinn að bíða eftir í mörg ár með landsliðinu, spilar eins og sá sem hefur valdið #hmruv
— Hörður vilhjálmsson (@Hossiaxel) January 21, 2017
Virkilega fínt í fyrri. Allt hægt!
— Hjalti Þór Hreinsson (@HjaltiHreinsson) January 21, 2017
0-3 pakka í vörn núna!
— Gummi Ben (@GummiBen) January 21, 2017
Verður gaman að sjá @janusdadi dansa í dk #handboltihttps://t.co/QjO1NjvLwA
— Einar Ingi Hrafnsson (@einarhrafnsson) January 21, 2017
Hvað sem hver segir þá er íslenska liðið ennþá hörkulið. #hmruv
— Gaui Árna (@gauiarna) January 21, 2017